Björn Bjarnason með hræðsluáróður

Björn Bjarnason fyrrverandi alþingismaður er farinn að vitna í “Baugsmiðil”, eða Fréttablaðið. Ekki einu sinni heldur margsinnis í pistli dagsins. Þar fullyrðir Björn að Bretar ætli sér að komast inn í fiskveiðilögsögu Íslendinga í skiptum fyrir eftirgjöf í Icesave-deilunni og í staðin veita aðstoða við hraðferð Íslands inn í Efnahagsbandalagið.

Það er orðið fátt um fína drætti hjá Birni fyrst hann þarf að vitna í “Baugsmiðil” sem hann hefur hingað til hatast við. Þetta er náttúrlega ekkert annað en hræðsluáróður hjá Birni Bjarnasyni. Honum tókst með hræðsluáróðri að fá meirihluta Sjálfstæðismanna til að hafna aðildarviðræðum við ESB. En hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að gera í myntmálunum? Allir sem vit hafa á fullyrða að við þurfum að skipta um gjaldmiðil og það fyrr en seinna.

Til að fylla inn í þá umræðu kom Björn fyrst með þá hugmynd að við ættum að tak einhliða upp Evru. Af þeirri hugmynd var nánast hlegið af EBE mönnum. Þá kom hann með það útspil að við ættum að taka einhliða upp Evru með hjálp Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ekki var þeirri hugmynd tekið betur og á hana blásið af Percy Westerlund, sendiherra Evrópusambandsins.

Þetta kom við kaunin á Birni sem sakaði Westerlund um að ráðast dólgslega á Sjálfstæðisflokkinn!!!!!!

Þá er Björn með ýmsar vangaveltur um “plott” hjá Ingibjörgu Sólrúnu og Össur Skarphéðinssyni í utanríkisráðuneytinu við Breta um leynisamning. Er eitthvað óeðlilegt að Bretar vilji rétta Íslendingum hjálparhönd á eftir því sem á undan er gengið. Einnig hefur komið fram vilji hjá Evrópusambandsmönnum að liðka til fyrir Íslendingum ef mál þróast á þann veg.

Björn Bjarnason skrifar varla pistil án þess að vera neikvæður um þá sem hann lítur á sem andstæðinga sína. Þetta er mikill “djöfull” sem hann þarf að bera!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband