Seinheppni Björns Bjarnasonar og fleiri Sjálfstæðismanna

Björn Bjarnason fyrrum ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins er með seinheppnari mönnum. Hann telur sig hafa yfirburðaþekkingu hvað viðvíkur menn og málefni og máli sínu til stuðnings vitnar hann oft í "sjálfan sig" máli sínu til stuðnings. Nýjasta dæmið um seinheppni Björns eru skrif hans um stjórnarmyndunarviðræðurnar sem nú fara fram. Birni finnst seint ganga í viðræðunum og talar um óvönduð vinnubrögð, vandræðagang sem endurspegli “firringu“ forystumanna flokkana.

Hvað er Björn Bjarnason að fara? Hann er annaðhvort fljótur að gleyma eða með "gullfiskamynni"! Í grein Björns kemur fram að náist niðurstaða í stjórnarmyndunarviðræðurnar fyrir næsti helgi hafi þær tekið 13 daga.

Lítum á nokkrar staðreyndir úr stjórnmálaferli Björns þar sem hann var ráðherra í fjórum ríkistjórnum Sjálfstæðisflokksins. Sú fyrsta var mynduð 1995 og tók það 15 daga að mynda þá ríkisstjórn. Sú næsta var mynduð 1999 á tuttugu dögum. Þriðja stjórnin sem Björn átti sæti í var mynduð 2003 og tók myndun hennar fjórtán daga. Fjórða ríkisstjórnin sem var ríkistjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var mynduð á tólf dögum fyrir tveim árum.

Með hliðsjón af þessum staðreyndum er ljóst að forsendur Björns Bjarnason til að gera lítið úr stjórnarmyndunarviðræðum Samfylkingar og Vinstri-grænna nú er því tómt bull og dæmi um óvönduð vinnubrögð. Vegna þess að meðaltali tók það rúma 15 daga að mynda fjórar síðustu ríkisstjórnir sem Sjálfstæðismenn leikstýrðu.

Það er löngu þekkt að Björn Bjarnason kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að níða þá sem honum eru ekki að skapi. En oftar en ekki hafa þessar árásir hans snúist upp í andhverfu sína. Hann á ekki hug kjósenda sem margsinnis hafa hafnað honum. Hinn venjulegir maður hefur ekki áhuga á persónu eins og Björn er. Það er líka staðreynd sem ekki verður hrakinn.

Tveir aðrir Sjálfstæðismenn hafa fallið í sömu gryfju og Björn Bjarnason, nema þá að þeir séu að apa upp vitleysuna í honum. Þetta eru þau Dögg Pálsdóttir alþingismaður og Jón Magnússon fyrrverandi þingmaður sem er þekktastur fyrir að skipta um pólitískar skoðanir, nánast eins og vindar blása. Það er merkilegt, að þetta fólk eru lögmenn.

Ég vildi ekki hafa þetta fólk sem minn lögmann. Þetta er ótrúverður hópur svo ekki sé meira sagt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband