9.2.2009 | 23:36
Björn Bjarnason og bréf Davíðs
Björn er með afar hæpnar fullyrðingar í pistli sínum. Lítum á nokkrar.
Hún kannaðist ekki við, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði gert athugasemdir við hið illa samda frumvarp hennar, skrifar Björn Bjarnason. Hvernig getur Björn Bjarnason slegið fram fullyrðingu eins og þessar.? Hefur hann bréfið undir höndum? Er þetta heiðarlegur málflutningur.? Varla.
Síðan skrifar Björn:
Óskiljanlegt er, að Jóhanna segist hafa kallað til sérfræðinga til að semja nýja stjórnarskrá og breytingar á kosningalögum, án þess að hafa nokkurt samráð við stjórnarandstöðu. Með þessu brýtur hún allar hefðir um meðferð slíkra mála.
Er það nema von að vesalings manninn svíði að vera komin í aukahlutverk og þurfa að vera bara áhorfandi.
Í lok greinar sinnar skrifar Björn Bjarnason, eftir að vinstri stjórnin kom til sögunnar, að fjölmiðlaumfjöllun snýst aðeins um gárur á yfirborði í stað þess að kafað sé í mál og reynt að skýra þau til nokkurrar hlítar. Eltingaleikurinn við Davíð Oddsson er það, sem á hug fjölmiðlamanna núna, en Jóhanna blés nýju lífi í hann um tíma. Nú segist hún hins vegar ekki ætla að atast meira í Davíð heldur bíða afgreiðslu alþingis á hinu meingallaða frumvarpi sínu. Á þessari stundu veit enginn, hvernig það lítur út að lokum.
Sjálfstæðismenn hafa varið svarbréf Davíð Oddsonar til Jóhönnu Sigurðardóttur með kjafti og klóm. Þar á meðal Björn Bjarnason og um leið talið bréf Jóhönnu til Davíðs vera hótunarbréf.
Í tilefni af þessu vil ég sýna bréf sem Davíð Oddson ritaði Sverri Hermannssyni þá bankastóra Landsbankans í febrúar 1996. Tilefnið var að Sverrir hafnaði vaxtalækkunarboðskap ríkisstjórnarinnar, Seðlabankans og Þjóðhagsstofnunar, sem Davíð lagði síðar niður í reiðikasti.
Bréf Davíð Oddsonar sem var þá forsætisráðherra hljóðaði svo:
"Sverrir. Mér finnst þú fara offari. Ég gæti belgt mig út og sagt að þessir snillingar í Landsbankanum hafi tapað 11 þúsund milljónum á síðustu árum og þyrftu því að vaxtapína landið. Þeir tækju ekki eftir því þegar strákur á þeirra snærum týndi fyrir þeim 900 milljónum!! og viðskiptavinum væri vafningalaust sendur reikningur. Þetta mun ég ekki segja, en ef þið lagið ekki þvæluna, sem þið gerðuð í síðasta vaxtaóðagoti, er það endanlegt dæmi þess að þið vitið ekki hvað þið eruð að gera og þá mun ég sjá til þess fyrr en nokkurn grunar að menn komi að bankanum sem viti hvað þeir eru að gera. Ég vil fá svar frá þér annað en skæting í fjölmiðlum strax því ég mun ekki sitja lengur kyrr."
Daginn eftir lækkaði Landsbankinn vexti sína.
Það er alveg með ólíkindum að forsætisráherra riti öðrum embættismanni slíkt hótunarbréf. Sjálfstæðismenn ættu að bera saman bréf Jóhönnu til Davíðs og síðan bréf Davíðs til Sverris saman áður en þeir halda áfram að kalla bréf Jóhönnu hótunarbréf.
Getur Björn Bjarnason vinur Davíðs réttlæt skrif að þessu tagi?
Viðbrögð Davíðs Oddssonar við bréfi forsætisráðherra er kapítuli fyrir sig.
Davíð er greinilega í bullandi afneitun og neitar að sjá sjálfan sig í réttu ljósi.
Það er kannski kominn tíma á það félaga Björn og Davíð að leita sér hjálpar.
8.2.2009 | 14:12
Hvað er undir “húddinu” á Birni Bjarnasyni?
Björn Bjarnason fer vítt um völl og lætur hina og þessa fella dóma yfir Jón Ásgeir Jóhannesson og reynir með því að fjarlægja sjálfan sig frá málinu.
En það gengur bara ekki upp hjá Birni Bjarnasyni sem er í líki púkans á fjósaloftinu. Því meira níð og illmælgi því feitari verður hann.
Það er rétt á að mynna Björn Bjarnason á upphaf Baugsmálsins og allt til loka þess.
Í upphafi útvegaði Davíð Oddson 10 milljónir til að tryggja og fjármagna rannsókna. Þetta voru vitanlega peningar skattborganna. Þau Jónína Benediktsdóttir og Jón Gerald Sullenberger stóðu að kæru og fengu ritstjóra Morgunblaðsins Styrmir Gunnarson og Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttalögmann einkavin Davíðs Oddsonar sér til hjálpar. Málið komst meira að segja inn á borð Davíðs Oddsonar sem hafði sakað Jón Ásgeir um að bera á sig mútur, sem hann gat aldrei sannað og var virðingu forsætisráðherra ekki samboðið. Seinn skipaði Björn Bjarnason Jón Steinar sem hæstaréttadómara. Embættisveiting sem olli mikilli úlfúð svo ekki sé meira sagt. Trúir nokkur að þarna hafi ekki verið um plott að ræða?
Flestir muna hvernig þessu máli lauk. Eftir margra ára rannsókn og marga tugi ákæra tókst ákæruvaldinu að fá dæmt í tveim minniháttar ákæruliðuðum.
Á meðan á þessu stóð ólmaðist Björn Bjarnason dómsmálaráherra við að níða þá Baugsfeðga niður við hvert tækifæri. Ég hef fylgst með þessu máli frá upphafi og í mínum huga leynir það sér ekki að Björn Bjarnason er fullur af hatri út í þá feðga.
Hvers vegna veit ég ekki. En það getur varla talist við hæfi að sjálfur dómsmálaráðherra skuli skrifa níð með vafasömum fullyrðingum um þá sem sæta rannsókn hjá lögreglu.
Er það nema von að þessir menn hafi fengið nægju sína af þessum óendanlega óhróðri sem að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur staði fyrir í mörg ár. Það kann að vera óheppilegt að kenna Davíð Oddsyni um að Landsbankinn ákvað að ganga að Baugi á þessi stigi. En á því sem að undan er gengið þá er þetta skiljanlegt.
En Björn Bjarnason notar tækifærið til að strá salti í sárinn!!!!! Ég velti fyrir mér hverskonar manngerð Björn Bjarnason er og hvort hann hafi verið maður til að gegna ábyrgðarstöðu í þjóðfélaginu.
Mér þætti gaman að vita hvað er undir húddinu á Birni Bjarnasyni?
7.2.2009 | 00:05
Björn Bjarnson var bæði reiður og pirraður
Undanfana daga hefur Björn ólmast í ræðustól á alþingi. Hann hefur bæði verið reiður og pirraður.
Fyrr í vikunni var Björn Bjarnason með óhróður um forsetan vegna þess að hann veiti Ingibjörgu Sólrúnu umboð til stjórnarmyndunar.
Þar nefndi hann þingræðisregluna sem hann túlkaði sem slíka að ákvörðun forsetans að veita Ingibjörgu Sólrunu stjórnarmyndunarumboð væri fráleit.
Túlkun Björns á þingræðisreglunni hefur verið rekinn rækilega ofan í hann. (Sjá á bloggi mínu 5.2.)
Í gær var það nýja löggjöfin um Seðlabankann og ágæt jómfrúarræða Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra sem fór fyrir brjóstið á Birni. Svo ég tali nú ekki um nýja löggjöf um gjaldþrot sem Björn eignaði sér en fékk ekki.
Björn Bjarnason nefndi Hriflu Jónas og að hann hefði sem dómsmálaráðherra lagt til að leggja niður hæstarétt.
Mér hefði komið til hugar, hvort viðskiptaráðherra ætlaði að leggja fram frumvarp um að seðlabankinn yrði lagður niður. Skrifar Björn Bjarnson.
Þetta er líkt Birni Bjarnasyni. Það er rétt að mynna Björn á þegar Davíð Oddson lagði niður Þjóðhagsstofnun í einu af sínum reiðiköstum. Er það ekki líkt Jónasi frá Hriflu?!
Annars fékk Björn Bjarnson ágæta kennslustund hjá viðskiptaráðherra um sorgarsögu Seðlabankans.
Björn Bjarnason hamaðist á að ekki væri farið eftir settum reglum og talaði eins og hann væri að mæla fyrir munn margra. Oft notaði hann orðin við og okkur. Þetta lýsir því slæma sálarástandi sem maðurinn er í að vilja bæði leggja öðrum til hugsanir og orð í munn.
Enn vil ég minna á embættisveitingar Björns Bjarnason þar fór hann ekki eftir settum reglum þegar hann skipaði vini Davíðs Oddsonar í hæstarétt. Allir venjulegir menn eru fyrir löngu búnir að fá nægju sína af Birni Bjarnasyni. Hann er fyrir löngu rúinn öllu trausti.
Björn og fleiri úr flokki hans gerðu sig svo að athlægi í þessum umræðum. Ég nefni þá Pétur Blöndal, Birgir Ármannson og Sigurð Kára Kristjánsson. Ég vill minna þessa ágæru menn á að núna er nýlokið 18 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Hver skyldu eftirmælin verða? Þessir menn eru fullir af hroka og þá skortir algjörlega auðmýkt á því hvernig komið er. Þeim dettur ekki í hug að biðja þjóðina afsökunar heldur hamast við máþóf og útúrsnúninga. Á venjulegri íslensku kallast þetta að þvælast fyrir vinnandi fólki.
Það á að verja gamla foringjann hvað sem það kostar. Rétt að rifja upp nokkur atriði í stjórnmálasögu Davíðs Oddsonar af þessu tilefni.
Davíð Oddson varð fyrsti maðurinn sem hóf beinar aðgerðir gegn bönkunum. Þegar hann tók út inneign sína í Búnaðarbankanum í reiðikasti. Hann rak bankastóra Landsbanks. Það var sagt til að efla traust og trú á bankanum. Ekki minnist ég þess að nokkur Sjálfstæðismaður hafi haft nokkuð við það að athuga.
Núna stendur Davíð í sömu sporum og bankastórar Landsbankans á sínum tíma..
Davíð Oddsson hefur allt of lengi fengið að drottna.
En nú er að koma að leiðarlokum.
Sagt er að við uppskerum eins og við sáum. Því trúi ég.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.2.2009 | 16:51
Sjálfstæðismenn eru sér til skammar
Reiði Sjálfstæðismanna eftir valdamissinn er með ólíkindum. Þeir hamast á nýrri ríkisstjórn og eru á móti öllu sem hún er að reyna að koma í gegn.
Nú síðast frumvarp forsætisráðherra um Seðlabanka Íslands.
Þetta er og verður Sjálfstæðisflokknum til ævarandi skammar. Það hefur ekki hvarflað að þeim að sýna iðrun yfir hvernig komið er. Sjálfstæðismenn hafa verð við völd í 18 ár.... Þeir komu því þannig fyrir að uppgjafa pólitíkusar átti heimagengt í Seðlabankann.
Ekki nóg með það heldur að þar væru 3 bankastjórar!!!!!!!
Banaríkjamenn eru um 300 milljónir. Þeir láta sér nægja einn Seðlabankastórar!!!!
Íslendingar sem eru um 300.000 og þurfa hvorki meira né minna 3 Seðlabakastórar!!!!
Þekkt er að þegar fyrirtæki vilja losa sig við stafsmenn er að kalla það skipulagsbreytingu.
Það er nákvæmlega þetta sem nú er að gerast. Það er verið að gera skipulagsbreytingu á yfirstjórn Seðlabankans. Á meðan Sjálfstæðismenn voru við völd þorðu þeir ekki að gera neinar breytingar á Seðlabankanum af ótta við Davíð Oddson.
Ég vil lýsa vandlæti mínu á Pétri Blöndal, Birgi Ármannssyni og Sigurði Kára Kristjánssyni fyrir ómálefnalegt framlag þeirra. Þessum mönnum væri nær að biðja þjóðina afsökunar á þeirra hlut í bankahruninu í stað þess að þrefa og tefja fyrir endurreisn fjármálakerfisins.
5.2.2009 | 11:40
Björn Bjarnason fyrrverandi dóms og kirkjumálaráðherra er ekki eins og fólk er flest
Björn Bjarnason fyrrverandi dóms og kirkjumálaráðherra er ekki eins og fólk er flest. Jóhannes í Bónus kallaði hann skúrk ársins og get ég tekið undir þau orð. Þessi ummæli Jóhannesar hafa greinilega komið við kaunin á Birni. Því í nýlegu viðtali náði hann varla andanum af vandlætingu yfir nafngiftinni. En hvernig stóð á því að Jóhannes í Bónus kallaði Björn Bjarnason skúrk ársins. Það vita flestir sem fylgst hafa með þjóðmálum. Það er rétt að minna Björn Bjarnason á að hann var æðsti yfirmaður lögreglu sem eyddi mörgum árum í rannsókn til að koma höggi á Baugsfjölskylduna. Þar hafði hann ekki erindi sem erfiði. Ekki nóg með það heldur veitti Davíð Oddson 10 milljónum í púkkið til að kosta aðgerðina. Á meðan hamið Björn Bjarnason við skriftir til að rægja Bónusfólkið niður.
Hverskonar siðferði er þetta? Ég held að það fari varla á milli mála að eitthvað mikið er að hjá Birni Bjarnasyni. Ég man ekki eftir einum stjórnmálamanni sem hefur hagað sé með þessum hætti.
Nýjasta upphlaup Björns Bjarnasonar var ræða í kjölfar stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.
Þar byrjað hann eins og honum var von og vísa að ráðast að forsetanum. Vegna þess að hann taldi að hann hefði átt eftir tilmælum frá Geir H. Haarde um að mynduð yrði þjóðstjórn.
Björn segir að hér á landi gildi þingræðisregla sem hann reynir að útskýra samkvæmt sínum skilningi. Hann kemst að því að túlkun, skilningur og síðan ákvörðun forsetans um að veita Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur umboð til að mynda minnihlutastjórn sé fráleit.
Helgi Jóhann Hauksson ritar eftirfarandi ágæta grein á bloggi sínu í gær um hversu fátækleg vitneskja og skilningur Björns Bjarnasonar er í þessu máli.
Þingræði merkir það eitt að meirihluti þings verji ríkisstjórn falli. Norðurlöndin eru höfuðvígi þingræðis í heiminum með sínum minnihlutastjórnum sem eftir sem áður njóta stuðnings eða hlutleysis meirihluta þings - eru varðar vantrausti. Það gefur auga leið að ekki geta verið fleiri en einn meirihluti samtímis á þingi.
Fyrir þingræðinu eru allar ríkisstjórnir jafn gildar sem njóta stuðnings meirihluta þingsins hvort sem allir flokkarnir sem verja ríkisstjórnina falli eiga í henni ráðherra eða ekki.
Ef fulltrúar meirihluta þingmanna tjá forseta vilja til myndunar tiltekinnar ríkisstjórnar er fráleitt að forsetinn færi að sóa tíma til að reyna myndun annarskonar stjórnar þar sem meirihluti hefði þegar tjáð vilja sinn og þar með væri ekki meirihluti fyrir annarri. - Það er sorglegt að heyra Björn Bjarnason stunda sína endalausu útúrsnúninga þar á meðal á grundvallar skilgreiningu hugtaka.
Björn Bjarnason stundar útúrsnúning, orðhelgilshátt og persónugerir flest ef ekki öll mál sem honum eru ekki að skapi. Það er kaldhæðnilegt en samt staðreynd að þegar upp er staðið þá er Björn Bjarnson besti vinur óvina sinna. Það sannaðist þegar hann ætlaði að taka borgina með trompi. Þá hrakti hann tvo unga og efnilega Sjálfstæðismenn í burtu til þess að hann gæti sest í oddvita stólinn. Nú átti sko að fella Ingibjörgu Sólrúnu sem þá var borgarstóri. En plottið hjá Birni Bjarnsyni var algerlega misheppnast. Hann lifði í sínum hugarheimi og ætlaði sér að færa Sjálfstæðisflokknum borgina aftur. En niðurstaðan varð á annan veg. Reykvíkingar höfnuðu Birni Bjarnasyni sem lét sig hverfa með skottið á milli lappana úr borgarstjórn og hefur ekki sést þar síðan.
Það á ekki að koma mönnum eins og Birni Bjarnasyni upp með að stunda sífellt skítkast á fólk og málefni. Það er eins og maðurinn kunni ekki og geti ekki annað. Ég legg til við Björn Bjarnason að hann leiti sér aðstoðar. Það er aldrei of seint að snúa við blaðinu og gerast betri maður.
2.2.2009 | 12:15
Meira um púkann á fjósaloftinu
Í dag ræðst hann enn eina ferðina að forseta vor og segir að hann hafi ákveðið að vera ekki viðstaddur ríkisráðsfund sem haldin var árið 2004. Það voru Sjálfstæðismenn sem plottuðu og ætluðu að gera enn eina ferðina lítið úr forsetanum með því að ætla honum ekkert hlutverk í dagskránni.
Það er rétt að halda þessu á lofti og ekki lofa Birni Bjarnasyni að sögunni að eigin geðþótta. Hatur hans á ætluðum andstæðingum kemur fram í öllum hans greinum og tali.
Um daginn hlustaði ég á viðtal við Björn Bjarnason og þar sagði hann án nokkurs tilefnis að Jóhannes Jónsson kenndur við Bónus hefði kallað sig SKÚRK ársins og náði varla andanum af vandlætingu.
Ég ætla að vera sammála Jóhannesi í Bónus. Björn Bjarnason hefur margoft unnið til þess að vera kallaður skúrkur ársins.
Hann hefur í mörg ár skrifað níð um þá sem honum hugnast ekki. Þetta er fyrir löngu orðið eins og sagan um úlfinn. Allir eru hættir að taka mark á þessum skrifum Björns.
Menn sem haga sér eins og hann vekja spurningu um andlegt heilbrigði.
Að lokum er rétt að minna á pólitísku embættisveitingarnar sem hann hefur staðið að í tíð sinni sem ráðherra. Ég efast um að nokkur annar ráðherra komist með tærnar þar sem Björn Bjarnason er með hælana í þessum efnum.
Ekki má heldur gleyma hverinn hann hrakti lögreglustjórann á Suðurnesjum úr embætti.
Sem betur fer fyrir íslensku þjóðina eru tímar Björns Bjarnasonar sem áhrifamanns í stjórnmálum liðnir. Eflaust mun hann halda áfram að skrifa níð um menn enda er vitað á hverju púkinn á fjósaloftinu þrífst best.
31.1.2009 | 21:28
Bjarni Beneditsson lygari í framboð
Ég ætla að leyfa mér að draga heiðarleika hans í efa. Bjarni Benidiktsson þarf að biðjast fyrirgegningar á því þegar hann sagði ósatt þegar hann kom því til leiðar að tengdadóttir Jónínu Bjartmarz var veittur íslenskur ríkisborgararéttur.
Það var spillingarmál að hæstur gráðu og mun það mál fylgja Bjarna eftir þar til yfir líkur.
Það er ömurlegt að horfa uppá að alþingismaður sem svarið hefur drengskaparheiti skuldi láta sér detta í hug að ljúga upp í opið geðið á fólki.
Ef Bjarni hefði séð sóma sinn í að viðurkenna mistökin þá hefði málið snúið öðru vísi við nú. En hann kaus að standa við að lygina. Vegna þess hefur Bjarni Benidiktsson engan trúverðugleika í mínum huga.
Ég vona að hann fái verðugan keppinaut. Keppinaut sem er þess verðugur að verða formaður Sjálfstæðisflokksins. Það er Bjarni Benediktsson ekki.
20.12.2008 | 16:03
Púkinn á fjósaloftinu
Hugur hans til forsetans er líka þekktur og í umræddum pistli segir Björn að Ólafur Ragnar Grímsson hafi meinað alþingi að skapa nauðsynlegt gagnsæi í fjölmiðlarekstri þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin.
Björn Bjarnason veit að alþingi hefði með réttu átt að skjóta umræddu máli til þjóðarinnar. En Davíð Oddson og hans skósveinar tóku ekki þá áhættu vegna þess að yfirgnæfandi líkur voru á að umrætt frumvarp hefði verð fellt. Mönnum eins og Birni Bjarnasyni er ekkert heilagt þegar þeirra skoðanir eru annarsvegar.
Spyrja má í þessu samhengi hver eða hverjir áttu Morgunblaðið? Ekki man ég betur en að Björn Bjarnason hafi haft óbundnar hendur um að skrifa um það sem honum listi í Morgunblaðinu. Enda blaðið í eigu Sjálfstæðismanna. Er ríkisútvarpið ekki sett undir þá ríkisstjórn sem starfar á hverjum tíma? Þar ræður útvarpsráð sem kosið er af alþingi. Þar hefur löngum tíðkast að ef menn töluðu ekki eins og "toppunum" líkaði þá voru þeir einfaldlega settir af. Um þetta eru mörg dæmi. Ekki minnist ég þess að þetta hafi verið Birni Bjarnasyni sérstakt áhyggjuefni.
Sekt sem Samkeppniseftirlitið beitti Haga á dögunum fyrir að misbeita aðstöðu sinni í verðstríði lágvöruverslana er líka feitur biti fyrir Björn Bjarnason til að hamra á.
Ekki minnist ég þess að Björn Bjarnason hafi haft sérstakan áhuga á að skrifa um samráð olíu, korta eða tryggingafélagana, á sínum tíma. Sannað var að þau hefðu öll misbeitt ráðandi aðstöðu sinni.
Enginn var sakfeldur í þessum málum jafnvel þó þessi fyrirtækin hefðu haft hundruð miljóna af fólkinu í landinu.
Í stað þess var Bónusfjölskyldan lögð í einelti af lögreglu sem Björn Bjarnason bar ábyrgð á. Fengu þeir sem að þessu stóðu sérstaka fjárveitingu af þessu tilefni.
Embættisverk Björns Bjarnason munu varða hans stjórnmálaferil. Þar fara hæst fyrrnefnd atlaga að Bónusfjölskyldunni sem ekki virðist lokið enn.
Embættisveitingar sem hafa verið út úr öllum kortum og ollu mikilli reiði. Þá ætti öllum að vera enn mississtætt þegar hann hrakti lögreglustjórann á Suðurnesjum úr embætti síðla sumars. Þar misbætti hann gróflega valdi sínu enn eina ferðina.
Nú er komin fram ný ákæra á einn meðlim Bónusfjölskyldunnar. Þekktir lögmenn telja ákæruna afar hæpna, Þar sem þegar sé búið að dæma í umræddu máli.
Er komið nóg? Er ekki mál að linni?
16.12.2008 | 00:04
Er ESB umræðan stunduð á dulmáli?
Björn Bjarnason ritaði nýlega um afstöðu sína til ESB í pistli á heimasíðu sinni þar sem hann opinberaði enn einu sinni dómgreindarskort sinn. Nóg er nú samt.
Björn Bjarnason er löngu rúinn öllu trausti hins almenna borgara sem hefur mátt horfa uppá hverja pólitísku ráðninguna af annarri í ráðherratíð hans. Honum var hafnað í síðustu borgarstjórakosningum og fyrir síðustu alþingiskosningar var honum aftur hafnað. Þá í prófkjöri eigin flokks í öðru af tveimur kjördæmum Reykjavíkur.
Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins var með fund í Valhöll á dögunum og í pistli sínum um fundinn kemur fram hjá Birni að hann veit hver sannfæring þorra fundarmanna var!!!! Þeir væru á móti ESB aðild.
Björn segir í grein sinni að ef almenningur vilji vita um hvað innganga í ESB snúist,
þá geti hann bara lesið sér til með því að lesa innlend og erlend gögn um málið.
Síðna lýsir hann hvernig aðildarviðræðurnar fari fram og vísar m.a. til aðferða Sovétmanna úr kalda stríðinu. Þar notar hann orðið sagt var að Sovétmenn segðu Við skulum semja við ykkur um það, sem ykkur tilheyrir, en þið hróflið ekki við hagsmunum okkar, þeir eru ákveðnir.
Björn gefur sér að lítið eða ekkert tillit yrði tekið til sérstöðu Íslands. Þetta er enn ein hæpna fullyrðingin hjá Birni Bjarnasyni. Þetta kallast áróður.
Er svona hættulegt að óska eftir aðildarviðræðum til að sjá kosti og galla aðildar yrði hún samþykkt? Ef ákveðið yrði að sækja um þá þyrfti að breyta stjórnarskránni. Þá fengi almenningur að ákveða framhaldið í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Satt að segja þá treysti ég almenningi miklu frekar til að velja skynsamlegustu leiðina frekar en Birni Bjarnasyni.
Björn Bjarnason segir að Evrópuumræðan sé stunduð á dulmáli og að menn verði að kunna að lesa það til að átta sig á því, sem sagt er og hver segir hvað.
Ekki hefur hann mikið álit á samlöndum sínum. Það er sagt að þegar menn séu komnir á þetta stig þá þurfi þeir að fara í sjálfskoðun!
Að lokum hnýtir Björn Bjarnason í Eddu Rós Karlsdóttir greiningarstjóra. Hann ritar að hún vilji skipta um gjaldmiðil og hún taki þeim illa sem boða einfalda og markvissa leið. Hún vilji frekar flókna og langvinna aðildarleið.
Hver er hin markvissa og einfalda leið sem Björn Bjarnason er að boða. Er hún að halda áfram með krónuna? Ég hef ekki heyrt um þessa einföldu markvissu leið sem Björn Bjarnason er að boða nema þetta sé dulmál sem ég kann ekki að lesa frekar en aðrir landsmenn!
13.12.2008 | 22:19
Sækjum um aðild að Evrópusambandinu
Þeir úthrópa þá sem eru tilbúnir til að sækja um aðildarviðræður. Nýlega heyrði ég álitsgjafann Óla Björn Kárason segja í sjónvarðsviðtali að hann væri á mót aðild. Gott og vel hann má hafa þá skoðun. En á eftir tiltók hann tvo Sjálfstæðismenn þá Bjarna Benidiktsson og Illuga Gunnarsson sem vildu hefja viðræður um aðild. Á eftir fylgdi það hjá Óla Birni í viðtalinu að þeir hefðu engin markmið!!! Þvílíkt bull.
Ég er viss um, að komi til aðaldaviðræðna þá munu þeir sem þar yrðu fulltrúar Íslands gerðu allt til að ná sem hagkvæmustu samningum fyrir þjóðina. Það yrði örugglega markmiðið.
Fram hefur komið að kæmi til aðildar þá þyrfti að breyta stjórnarskránni. Það þýddi þjóðaratvæðugreiðslu. Þá kæmi til kasta þjóðarinnar að meta kosti og galla aðildar með því að samþykkja eða hafna.
Ég hef heyrt fleiri úrtölumenn gefa svipaðar yfirlýsingar. Þar má nefna gamla kommann Ragnar Arnalds sem nefnir að sjálfræði landsins séu í veði. Jón Val Jensson guðfræðing sem notar hvert tækifæri til að tala gegn viðræðum. Hann stendur á sömu fjöl og Ragnar.
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ fer mikinn í öllum viðtölum þar sem aðild ber á góma. Hann heldur því fram að fiskimiðin séu í uppnámi. Hann heldur því fram að við munum missa umráð okkar yfir þeim. Hvernig getur hann fullyrt slíkt. Friðrik hefur eitt að leiðarljósi. Það er að verja hag þeirra sem nú ráða yfir þjóðareigninni, fiskikvótanum. Er Friðrik að hugsa um hagsmuni þjóðar sinnar? Það efast ég um. Öll hans framganga sem fulltrúa útgerðamanna hefur einkennst af frekju og einstengis hætti.
Nú eru um 25 ár síðan þorri útgerðarmann fékk kvótann afhentan á silfurfati. Ekki hefur hinn almenni landsmaður nokkuð með kvótann að gera lengur. Í stjórnarskránni eru auðlindir okkar sagaðar vera þjóðareign. Það er því ótrúlegt nokkrir útgerðamenn skuli nú ráða yfir fiskimiðunum. Ekki nóg með það, þeir geta líka verðsett óveiddan fisk í sjónum.
"Valdimarsdómurinn". þar eru nú 10 ár síðan Valdimar Jóhannesson þá blaðamaður höfðaði mál gegn íslenska ríkinu til þess að fá staðfest,að kvótakerfið stríddi gegn stjórnarskránni.Hann vann málið. Ríkisstjórnin breytti þá lögunum og Davíð Oddsson þá verandi forsætisráðherra hótaði Hæstarétti sem samþykkti gjörninginn.
Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur nú komist að þeirri niðurstöðu,að kvótakerfið brjóti mannréttindi. Enn ein skrautfjöðrin í hatt stjórnvalda og jafnframt áfellisdómur yfir Hæstarétti sem átti að verja stjórnarskrárvarinn rétt þjóðarinnar.
Bændur eru líka komnir í hóp úrtölumannanna. Hvaða hagsmuna eru þeir að gæta? Eru það ekki eigin hagsmunir? Ekki hagsmunir þjóðarinnar svo mikið er víst.
Flestir sem til málsins þekkja telja að upptaka nýrrar myntar sé lífsspursmál fyrir okkur. Davíð Oddson hefur varið krónuna með kjafti og klóm og hann ber mikla ábyrgð á hvernig komið er fyrir okkur.
Íslendingar eru fyrir löngu búnir að fá nóg af óstöðugri krónu. Nýr gjaldmiðill myndi koma á stöðugleika sem við sækjumst eftir.
Eitt finnst mér vanta í upplýsingamiðlun frá ríkisstjórninni. Hvers vegna ekki að taka upp Banaríkjadal? Margir hagfræðingar telja það góðan kost. Ekki hef ég heyrt skoðanir núverandi ríkisstjórnar á kostum og göllum þessa máls.