12.5.2009 | 14:20
Harmagrátur LÍÚ og útgerðamanna
Mikill harmagrátur útgerðamanna með Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ í fararbroddi er nú hafinn. Ætlast þeir til að kvótinn sameign þjóðarinnar verði þeirra um aldur og æfi? Útgerðamenn ólmast nú eins og rjúpan við staurinn við að telja fólki trú um að gjaldþrot muni blasi við í greininni ef kvótinn verði innkallaður eins og fyrirhugað er.
Hæst láta þeir sem komu gjafakvótakerfinu á Sjálfstæðis og Framsóknarmenn. Reiknimeistarar þeirra hafa reiknað út að þó svo að kvótinn verði innkallaður á tugum ára þá munu þeir samt standa eftir slippir og snauðir!
Þetta er náttúrlega eins og hvert annað bull. Eins og málin standa nú þá eru það eingöngu þeir sem náðar nutu er fengu úthlutuðum ókeypis veiðiheimildum sem láta hvæð hæst.
Atvinnugreinin er harðlæst. Ungir menn hafa þar ekki eftir neinu að slægjast öðru en því þá að gerast leiguliðar. Í sjávarútvegi á Íslandi ríkir ekki lengur frelsi til athafna.
Ekki nóg með það heldur voru sett lög árið 1996, sem gerðu sægreifunum fært að flytja söluandvirði gjafakvótans skattlaust úr landi. Talið er að þeir hafi flutt um 500 miljarða í skattaskjól. Gjafakvótakerfinu var komið á í sjóli fiskveiðistjórnunar, en ekkert af forsendum þess hefur staðist.
Það skyldi þó ekki vera að einkavinavæðing annarra auðlinda Íslands hafi verð forsenda andstöðu Sjálfstæðismanna við breytingar á stjórnarskránni?!
Sjálfstæðismenn hafa þegar sýnt sinn innri mann hvernig þeir afhentu fáum útvöldum eignarhald á fiskimiðunum. Einnig hvernig staðið var að sölu fyrirtækja í eigu landsmanna svo sem bankana, símans og síldarverksmiðjanna svo nokkur séu talin. Þau voru nánast seld á slikk til útvaldra. Var ástæðan fyrir því að stöðva stjórnarskipunarlögin svo hægt yrði að koma orkulindunum líka í eigu einkavinanna?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samkvæmt skilgreiningu þinni þá ættum við endilega að rukka hvern einasta bónda um auðlindagjald á hvern haus búfénaðar sem hann beitir á heiðum.
Komdu nú með sönnur á fullyrðingar þínar. Svo ertu í augljósri rökvillu sbr. : "Eins og málin standa nú þá eru það eingöngu þeir sem náðar nutu er fengu úthlutuðum ókeypis veiðiheimildum sem láta hvæð hæst. " Það eru nú einmitt þessir sem fara með um 94 % af veiðiheimildunum sem láta hæst því þeir hafa keypt kvótann af hinum sem fengu honum úthlutað vegna veiðireynslu.
Heldur þú að þjóðfélagið í heild njóti í engu starfsemi þeirra sem fara með veiðiheimildirnar í skatttekjum hagnaðar þeirra sem og launagjalda þeirra sem hafa atvinnu af þeim beint og óbeint ? ? ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.5.2009 kl. 14:38
Þeir hafa verið algjörir snillingar í því hjá LÍÚ í gegnum árin að velja "væluskjóður" í starf framkvæmdastjóra. Rök þeirra fyrir því að allt fari um koll ef kerfið breytist eru "væluskjóðuleg" og lítt marktæk.
Þeir fá að leika sér með kvótaafskriftir næstu 20 árin.
Páll A. Þorgeirsson, 12.5.2009 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.