25.4.2009 | 11:30
Gefum Sjálfstæðisflokknum frí að þessu sinni
Gefum Sjálfstæðisflokknum frí að þessu sinni. Hann hefur nú stjórnarð landinu í hartnær 18 ár og viðskilnaðurinn er ekki uppá marga fiska. Allt í rjúkandi rúst nánast hvar sem borið er niður. Til að kóróna skömmina hafa þeir valið nýjan formann sem hefur orðið uppvís að ljúga beint framan í þjóðina - og það án þess að blikna. Þegar Bjarni Benediktsson nýr formaður flokksins var formaður allsherjarnefndar um árið, sá hann um að veita tengdadóttur Jónínu Bjartmarz þá þingmanni Framsóknarflokks íslenskan ríkisborgararétt.
Þetta þótti með ólíkindum þar sem viðkomandi hafði aðeins beðið í nokkra mánuði en gengið var framhjá fólki sem hafði beðið í fjölda ára. Bjarni horfði beint framan í myndavélina og fullyrti að gjörningurinn hefði verið fullkomlega eðlilegur. Þessu máli voru gerði rækilega skil í kastljósi á sínum tíma og í kjölfarið fór Jónína í mál við RÚV. En hún tapaði málinu þar sem dómstóllinn sagði að umfjöllunin hefði í alla staði verið fullkomlega eðlileg. Maður sem byrjar stjórnmálaferil sinn á þennan hátt getur ekki talist trúverðugur og allra síst þar sem hann hefur ekki beðist afsökunar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð varið hagsmuni valina flokksfélaga með kjafti og klóm sem að lokum endaði með ósköpum. Þeir afhentu völdum mönnum bankana, símann, Íslenska aðalvertaka, Síldarverksmiður ríkisins og eignarfumráð yfir fiskimiðunum. Síðasta afrekið var málþófið á nýloknu þingi þar sem þeim tókst að hindra að í stjórnarskrá yrðu sett ákvæði um eignarétt íslensku þjóðarinnar yfir auðlindunum. Er þetta það sem fólk vill?
Það er löngu ljóst að krónan er búin að vera og við þurfum nýjan gjaldmiðil að flestra mati. Ekki hef ég orðið var við að Sjálfstæðismenn hafi komið með neinar trúverðugar tillögur í þá átt. Við verðum að velja flokk sem er tilbúin að taka á þessu mikilvæga máli. Kjósum X-S!!!!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Var Sjálfstæðisflokkurinn einn í ríkisstjórn síðustu 18 ár? Datt Samfylkingin af himnum ofan eftir bankahrunið eins og engill? Hún var í stjórn með Sjálfstæðisflokknum þriðjung af umtöluðum 18 síðustu árum. Bar ábyrgð á bankamálum síðustu tvö ár! Í umræðum formannanna í gær var aðeins ein manneskja sem hafði verið í ríkisstjórn síðustu 18 ár, og það þriðjunginn af tímabilinu. Fyrstu fjögur árin var hún í stöðugum slag við sinn eigin formann og hallaði sér mjög að sjálfstæðisflokknum með framgang sinna mála.
Samfylkingin talar eins og hún beri enga ábyrgð. Hún hefði getað stofnað vinstri stjórn fyrir tveim árum en barðist fyrir því að komast í stjórn með Sjálfstæðisflokkunum. Nú kennir hún honum um allt sem aflaga hefur farið. Þetta er bara aumingjaskapur.
Þorsteinn Sverrisson, 25.4.2009 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.