23.4.2009 | 14:01
Sjálfstæðisflokkurinn og auðlindirnar
Á nýloknu Alþingi fluttu Sjálfstæðismenn meira en 700 ræður í málþófi sínu við að hindra breytingar á stjórnarskránni. Ætlunin var að setja í stjórnarskránna skýr ákvæði um að auðlindir Íslands skyldu vera í þjóðareign og þær mætti aldrei framselja.
Eins og málin standa nú þá eru það eingöngu þeir sem náðar nutu er fengu úthlutuðum ókeypis veiðiheimildum. Atvinnugreinin er harðlæst. Ungir menn hafa þar ekki eftir neinu að slægjast öðru en því þá að gerast leiguliðar. Í sjávarútvegi á Íslandi ríkir ekki lengur frelsi til athafna.
Ekki nóg með það heldur voru sett lög árið 1996, sem gerðu sægreifunum fært að flytja söluandvirði gjafakvótans skattlaust úr landi. Talið er að þeir hafi flutt um 500 miljarða í skattaskjól. Gjafakvótakerfinu var komið á í sjóli fiskveiðistjórnunar, en ekkert af forsendum þess hefur staðist.
Það skyldi þó ekki vera að einkavinavæðing annarra auðlinda Íslands hafi verð forsenda andstöðu Sjálfstæðismanna við breytingar á stjórnarskránni?!
Sjálfstæðismenn hafa þegar sýnt sinn innri mann hvernig þeir afhentu fáum útvöldum eignarhald á fiskimiðunum. Einnig hvernig staðið var að sölu fyrirtækja í eigu landsmanna svo sem bankana, símans og síldarverksmiðjanna svo nokkur séu talin. Þau voru nánast seld á slikk til útvaldra.
Var ástæðan fyrir því að stöðva stjórnarskipunarlögin svo hægt yrði að koma orkulindunum líka í eigu einkavinanna?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.