Sjálfstæðis og Framsóknarflokkur afhentu “útvöldum” eignir þjóðarinnar!!

Sagt er að kjósendur á Íslandi séu fljótir að gleym. Af því tilefni tel ég rétt að minn á hluta af afrekaskrá Sjálfstæðis og Framsóknarflokks síðustu árin sem þessir flokkar voru við völd. Þar kemur berlega í ljós svo ekki verður hrakið að þá var stunduð eiginhagsmunagæsla og einkavinavæðing með því að selja “vinum” öflugustu ríkisfyrirtækin “eign þjóðarinnar” ýmist ókeypis eða á “slikk”.

Halldór Ásgrímsson sem þá var utanríkisráðherra seldi “sjálfum” sér og vinum Íslenska aðalverktaka, stórvirkar vinnuvélar á Keflavíkurflugvelli og lóðir í Blikastaðalandi sem þeir seldu síðar fyrir marga miljarða.

Við sölu Landsbankans fengu framsóknarmenn að kaupa hlutabréf bankans með 5 miljarða afslætti að talið var. Þrem árum síðar seldu þeir bréfin með 25 milljarða hagnaði!

Síldarverksmiðjur ríkisins voru seldar “réttum vinum”, en ekki þeim sem bauð best. Ríkisbankarnir fóru sömu leið og ekki staðið við dreifða eignaraðild eins og lofað var. Síminn var seldur á hæpnum forsendum og rúsínan í pylsuendanum var afhending “kvótans” til valina gæðinga. Sjálfstæðismenn sem verja kvótakerfið með kjafti og klóm tókst í þinglok með málþófi að koma í veg fyrir að í stjórnarskrá yrði sett ákvæði um að fiskurinn í sjónum umhverfis Ísland yrði þjóðareign. Enda líta þeir svo á að hann sé orðin eign þessara manna eins og einn frambjóðandi flokksins missti út úr sér á framboðsfundi nýlega.

Er ekki komin tími til að annað fólk taki við stjórninni og hreinsi rækilega til eftir þessa menn. Ég spyr?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband