Dómgreindarleysi Björns Bjarnasonar

Björn Bjarnason fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins opinberar á Stöð 2 í gærkvöldi enn einu sinni dómgreindaleysi sitt. Hann sagði að Percy Westerlund, sendiherra Evrópusambandsins, hafi ráðist „dólgslega á Sjálfstæðisflokkinn" um þá hugmynd sjálfstæðismanna að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn aðstoði við að taka upp einhliða Evru á Íslandi.

Nánast undantekningalaust ræðs Björn Bjarnason með níðskrifum á þá sem eru honum ekki sammála. Svo skýlir hann sér á bak við Sjálfstæðisflokkinn. Ég mann ekki betur en það hafi verið hugmynd Björns um að leita samstarfs við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um gjaldmiðilsskipti með augastað á Evru. Þetta var ekki samþykkt á landsfundi flokksins sem lauk nýlega. Þar var áliktað að ekki væri fýsilegur kostur að sækja um aðild að ESB.

Áður hafði Björn Bjarnason stungið uppá að taka upp evru einhliða. Í kjölfarið fór sendinefnd til Brussel til að kanna málið. Þar kom fram ESB myndi ekki leggja blessun sína yfir slíkan gjörning. Þetta var tillaga sem Björn lagaði til.

Í þessu sambandi má rifja upp ummæli Björns Bjarnasonar þegar Valgerður Sverrisdóttir vakti máls á að taka einhliða upp Evru. Þá var það svo arfavitlaust og önnur eins hugmynd gat ekki komið frá neinum nema framsóknarmanni.

Björn Bjarnason hefur lögnum verið “góður liðsmaður” andstæðinga sinna. Hann hefur ekki verið og verður aldrei vinsæll stjórnmálamaður. Það gera viðhorf hans til andstæðinga sinn og neikvæði skrif um þá. Allir sem honum eru ekki að skapi geta átt von á níði í pistlum hans.

Frægt var þegar Björn Bjarnason ætlaði að ná Borginni af vinstriflokkunum. Fyrst hrakti hann í burtu tvo unga og efnilega stjórnmálamenn sem ætluðu í prófkjör gegn honum. En hann hafði ekki erindi sem erfiði og tapaði kosningunum. Þá má minna á síðustu alþingiskosningar þegar þúsundir strikuðu hann út með þeim afleiðingum að hann féll niður um eitt sæti.

Á síðasta þingi var Björn Bjarnason í aðalhlutverki í málþófi Sjálfstæðismanna vegna stjórnarskipunarlaganna. Þar voru þeir að verja hagsmuni. Fram hefur komið að þorri þjóðarinnar studdi þetta mál og kann því sjálfstæðismönnum litlar þakkir fyrir að hafa komið í veg fyrir að lögin næðu fram að ganga.

Fram kom á stjórnmálafundi á Selfossi í gærkvöldi svo ekki verður um villst með hvaða hætti Sjálfstæðismenn líta á óveiddan fisk í sjónum. Þar voru umræður um að endurheimta kvótann af útgerðamönnum í áföngum. Þá missti sjálfstæðiskonan Ragnheiður Elín Árnadóttir út úr sér: “Þú ert að taka eignir þessara manna frá þeim!"

Þarf frekari vitnana við af hverju sjálfstæðismenn vilja ekki breyta stjórnarskránni. Um að þar komi þar fram svart á hvítu að kvótinn skuli vera í þjóðareigu. Ekki eign fárra útgerðamanna eins og nú er og sjálfstæðismenn verja með kjafti og klóm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband