Sjálfstæðismenn reyna nú að þagga niður “stóra mútumálið”

Sjálfstæðismenn gera nú allt hvað þeir geta til að þagga niður “stóra mútumálið”. Skýringar þeirra eru barnalegar og ótrúlegt að menn sem ætla að gefa sig í að stjórna landinu skuli bera þær á borð. Halda þeir að 30 milljónirnar frá FL Group hafi verið “ölmusa” eða 25 milljónirnar frá Landsbankanum? Þeir sem eru í viðskiptum gefa ekkert fyrir ekki neitt. Þannig gerast ekki kaupin á eyrinni.

Ljóst er að flokkurinn hefur verð gegnum sýrður af spillingu. Frá æðstu mönnum og niðurúr líkt og hjá rússnesku mafíunni sem talin er sú hættulegast í heiminum í dag. Í gegnum hana hafa menn getað keypt “kafbáta” og þeir spurðir hvort þeir vilji hafa hann vopnaðan eða ekki. Litlu munaði að kólumbískir eiturlyfjasmyglarar kæmust yfir einn slíkan sem átti að nota til að smygla eiturlyfjum til Bandaríkjanna. En það tókst að stöðva á síðustu stundu.

Geir H Haarde fyrrverandi formaður flokksins reynir nú að taka á sig skömmina og “tveir menn úti í bæ” segjast hafa haft frumkvæðið að söfnuninni. Þetta eru barnalegar skýringar. Ennþá barnalegra er að segja fólki að nú sé málið upplýst og flokkurinn vilji nú hella sér út í kosningabaráttuna.

Oft er það fyrsta sem menn gera þegar upp um þá kemst, að reyna að þagga málið niður. Ekki ég, ekki ég. Það gerðu Sjálfstæðismenn í fyrstu. En upphæðirnar eru slíkar að fólk krafðist skýringa. Geir H Haarde reyndi að taka á sig skömmina þar sem hann er hvort sem er hættur í stjórnmálum, en skýringar hans eru hlægilegar.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið hagsmunaflokkur fyrir peningamenn. Hann hefur einskis svifist við að koma sínum mönnum fyrir í kerfinu. Veitt vinum miljónir af almannafé í bitlinga fyrir t.d. “aðkeypta ráðgjöf.“ Þeir eru með puttana í lóðarveitingum til stórfyrirtækja – og þeir hafa verið iðnir við að mata krókinn á margvíslegan hátt í þau 18 ár sem þeir hafa stjórnað landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband