Leikhús “fáránleikans”

Leikhús “fáránleikans” eins og einn þingmaður kallaði málþóf Sjálfstæðisflokksins sem fram fer í Alþingi þessa dagana hélt áfram í dag. Enn einn daginn notuðu Sjálfstæðisflokksins hvert tækifæri sem gafst til að tefja störf þingsins. Þeir hafa nú notað 7 tíma til að ræða störf þingsins eða um fundarstjórn forset þingsins. Þeir hafa haldið meira en 300 ræður til að tefja fyrir stjórnarskipunarlögin komist í þriðju umræðu.

Það er ömurlegt að sjá ásýnd flokksins í þinginu þessa dagana. Þingmenn þeirra vita varla sitt rjúkandi ráð í hagsmunagæslunni sem þeir stunda til að koma í veg fyrir að stjórnarskipunarlögin verði að lögum. Þeir ætla að koma í veg fyrir að fiskurinn í sjónum komist í þjóðareign aftur. Þeir eru hræddir við að missa völd. Þeir eru hræddir við dóm kjósenda sem fengju meira vald í alþingiskosningum.

Þeir þykjast vera óhræddir við dóm kjósenda um málið en þora samt ekki fyrir sitt litla líf að svo verði. Þeir þorðu ekki að láta kjósendur skera úr um fjölmiðlafrumvarpið. Af hverju skyldi það hafa verið? Líkt og þá þora þeir ekki að láta kjósendur segja sitt álit á stjórnarskipunarlögunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband