4.4.2009 | 11:27
Sjálfstæðismenn enn með málþóf
Sjálfstæðismenn halda áfram málþófi og skrípaleik sínum á Alþingi í umræðum um stjórnarskipunarlög sem þar standa nú yfir. Þeir endurtaka sömu ræðuna hvað eftir annað og nota hvert tækifæri til að gera athugsemdir um störf þingsins.
Framkoma þeirra er með hreinum ólíkindum og ótrúlegt að þetta fólk ætli að gefa kost á sér til að stjórna landinu. Sjálfstæðismenn hafa með framkomu sinni gengið fram af flestum nem þá helst sínum eigin mönnum. Glöggt dæmi um það var geðveikisleg ræða Davíðs Oddsonar á nýafstöðnum landsfundi sem þorri fundarmanna klappaði fyrir.
Í þessum hamagangi hafa sumir þeirra kastað af sé hamnum og sína sinn innri mann. Gleggsta dæmið er Sturla Böðvarsson sem virtist vera dagfarsprúður maður. Núna er hann pirraður, reiður, svekktur og hrokafullur.
Það er einnig greinilegt að Sjálfstæðismönnum gengur illa að sætta sig við að ráða ekki lengur. Þeir hamast á Framsóknarmönnum fyrir að styðja ríkisstjórnina.
Í máli sínu vísa þeir og um neikvæðar umsagnir umsagnaraðilja um frumvarpið. Ef grannt er skoðað eru það þeirra menn sem það gera. LÍÚ er einn þeirra. Þar ráða peningarnir ferðinni. Þeir sem nú telja sig eiga fiskinn í sjónum og eru hræddir við að missa hann með breytti orðavali í stjórnarskránni.
Gleymum því ekki að á þeim 18 árum sem Sjálfstæðismenn hafa ráðið stjórn landsins í stórum dráttum hafa þeir komið sínum mönnum fyrir í öllum helstu embættum landsins. Þeir styðja flokkinn bæði leynt og ljóst. Sjálfstæðismenn eru hræddir, hræddir við að missa völd sem þeir geta ekki hugsað sér þrátt fyrir það sem á undan er gengið.
Núna hafa Sjálfstæðismenn með framkomu sinni á Alþingi komið sér í þá aðstöðu sem erfitt er að bakka út úr. Ef þeir lúffa yrði gert grín af þeim. Ef þeir halda málþófinu áfram og koma í veg fyrir að meirihlutinn komi stjórnarskipunarlögunum í gegn um þingið, myndi þeir skapa sér mikla reiði þorra kjósenda sem styðja frumvarpið.
Óbilgirni og hroki Sjálfstæðismanna eru nú að koma þeim í koll.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.