Sjálfstæðismenn með málþóf

Enn eina ferðina gera Sjálfstæðismenn sig að algjörum “fíflum” á alþingi. Þessa stundina fer fram umræða um stjórnskipunarlög sem eru mikil þyrnir í augum Sjálfstæðismanna. Þeir flykkjast í ræðustól til að halda uppi málþófa af allra lélegustu gerð og “halda augljóslega” að hinn venjulegi Íslendingur trúi þeim rökum sem þeir leggja á borð. Þau eru barnaleg. Sjálfstæðismenn vilja stjórna dagskrá þingsins til að hefta framgang frumvarpsins.

En af hverju eru Sjálfstæðismenn svona andvígir að stjórnskipunarlögin nái fram að ganga? Svarið er augljóst. Þeir eru hræddir um missa völd. Sjálfstæðismenn hafa nú stjórnað í 18 ára og standa nú með allt niðrum sig. Á þessum 18 árum komu þeir sér vel fyrir í mikilvægum stöðum. Þeir hafa ráðið Hæstarétti sem hefur verið þeim afar hliðhollur svo ekki sé meira sagt. Þar bar hæst kvótamálið. Hæstiréttur þóttist ekki skilja orðið “sameign” og úrskurðaði að fiskinn í sjónum mætti afhenda fáum útvöldum!!! Peningamenn úr röðum Sjálfstæðismanna fengu stór fyrirtæki á silfurfati og svo mæti lengi telja.

Með stjórnsýslulögunum er ætlunin að færa meira vald til kjósenda. Það þola Sjálfstæðismenn ekki. Það er hjákátlegt hvernig þeir haga sér. Það er hroki af hæstu gráðu. Hvernig er hægt að taka þessa menn sem þar ganga fremst alvarlega. Þar skal nefna “lygarann” Bjarna Benediktsson, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, Birgir “yfirlætisfulla” Ámannson, Sigurð Kára Kristjánsson, Sturlu Böðvarsson, Björn Bjarnason, Arnbjörgu Sveinsdóttur, Ragnheiði E. Árnadóttur, Pétur H. Blöndal, Dögg Pálsdóttir, Árni M. Mathiesen, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Guðfinna Bjarnadóttir, Björk Guðjónsdóttir og Herdís Þórðardóttir. Þessir þingmenn eru ekki traustsins verðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband