Peningar gera menn að öpum

Sagt er að peningar geri menn að “öpum”!!!! Sú er líka oftast raunin. Þar skal fyrst nefna “kvótann”!, fiskinn í sjónum. Í stjórnarskránni segir að auðlindir landsins séu sameign þjóðarinnar. Orðið sameign hafa þeir sem valdið hafa túlkað að eigin geðþótta. Þar bar hæst dómur Hæstaréttar um að kvótinn væri “ekki sameign þjóðarinnar” og þar með var fiskurinn við Ísland orðin eign fárra manna. Þeir meira að segja geta veðsett óveiddan fisk!

Réttlátir stjórnmálamenn vilja nú breyta orðinu “sameign þjóðarinnar” í stjórnarskránni þannig að ekki sé efi um hvað orðið þýðir. Þetta þarf sérstaklega að ger fyrir Hæstaréttardómara sem viðrast ekki skilja eða vilja ekki skilja hvað orðið þýðir.

Hverjir skyldu svo hafa skipað Hæstaréttardómarana? Það voru Sjálfstæðismenn sem þar komu “sínum” mönnum fyrir. Mér er enn minnisstætt þegar Davíð Oddsson sagði að ef “Valdimarsdómurinn” yrði staðfestur í Hæstarétti gætum við öll flutt til Majorka! Enda varð raunin sú að Hæstiréttur dæmdi kvótakerfinu í vil og fiskurinn komst í eigu fárra manna. LÍÚ gætir hagsmuna útgerðamanna sem það ver með kjafti og klóm.

Nú hefur Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja lagst gegn því að tekin verði inn ný ákvæði um auðlindir og umhverfismál í frumvarp til stjórnskipunarlaga sem nú liggur fyrir þinginu. Eitt af tilgangi félagsins er að gæta hagsmuna félaga og koma fram fyrir hönd þeirra í málum.

Maður spyr sig hvaða hagsmuni Samorka sé að verja!? Orkan og vatnið eru auðlindir sem nokkrum mönnum hafði næstum tekist ná yfirráðum yfir eins og flestir ættu að muna. Þar voru peningar sem réðu ferðinni. Þar voru peningar sem réðu ferðinni. Samorka hefur þegar með ályktunum sínum sýnt að félagið er ekki traustvekjandi.

Samorka gagnrýndi Skipulagsstofnun á sínum tíma vegna Bitruvirkjunar. Sagði að hennar hlutverk væri að staðfesta að umhverfismat hafi verið unnið með lögbundnum hætti. Varðandi Bitruvirkjun hafi stofnunin staðfest að matið hafi verið unnið með lögbundnum hætti en jafnframt komist að þeirri niðurstöðu að bygging Bitruvirkjunar væri „ekki ásættanleg vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu.“ Með þessari niðurstöðu væri stofnunin komin langt út fyrir lögbundið hlutverk sitt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Svo bar við að sama dag gaf Skipulagsstofnun út jákvætt álit vegna Hverahlíðarvirkjunar. Ekki hefur stofnunin enn verið gagnrýnd fyrir það af Samorku! Þeir sem þar ráða ferð eru því ekki samkvæmir sjálfum sér. Í hvers skjóli skyldu þeir starfa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband