Óskammfeilni forystumanna Sjálfstæðisflokksins

Óskammfeilni fyrrum forystumanna í Sjálfstæðisflokknum á nýafstöðnum landsfundi er með ólíkindum. Þar bar hæst málflutningur fyrrum formanna Geir H. Haarde og Davíðs Oddsonar.

Í ræðu sinni bað Geir Sjálfstæðismenn afsökunar á mistökum sínum við efnahagsstjórn landsins síðustu ára og hvernig komið færi. Ekki eitt orð til annarra landsmanna sem nú mega axla ábyrgð af gjörðum Geirs og stjórn hans síðustu ár!

Geir lítur greinilega öðrum augum á aðra landsmenn sem ekki eru í flokknum.

Ræða Davíðs Oddssnar verður kapítuli út af fyrir sig. Það fyrsta sem mér datt í hug hvort maðurinn væri með réttu ráði. Að líkja sér við Jesús Krist á krossinum gefur vísbendingu. Ræningjarnir sem voru krossfestir með Jesús áttu að vera hinir bankastjórarnir tveir sem ásamt Davíð var gert að víkja úr Seðlabankanum. Þá var fyrir löngu ljóst að peningastefna þeirra Seðlabankamann voru rústir einar.

Davíð var bitur og allt var öðrum að kenna og hann var píslavotturinn. Ekki örlaði á sjálfsgagnrýni um að neitt hefði farið úrskeiðis þau 13 ár sem hann var forsætisráðherra eða þau 18 ár sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði verið við völd. Davíð sá þó ástæðu til að gagnrýna skýrslu Endurreisnarnefnd flokksins sem hann sagði að væri ekki pappírsins virði.

Davíð sagði það skjóta skökku við að Vilhjálmi Egilssyni sem þeir Jón Ásgeir, Hreiðar Már og Hannes Smárason hefðu ráðið sem framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins væri falið að semja siðareglur fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Geir H. Haarde sá ástæðu til að kveða sér hljóðs og sagði orð Davíðs bæði ómakleg og óverðskulduð. Geir óskaði síðan eftir að ályktun Endurreisnarnefndarinnar yrði borin upp á ný til að árétta stuðning við hanna sem var gert með dynjandi lófataki. Ályktunin Endurreisnarnefndarinnar sem Davíð Oddson sagði að væri ómarkviss, illa unninn og ekki pappírsins virði var því samþykkt í tvígang.

Það hlýtur að hafa verið stór biti að kyngja fyrir Davíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband