Talað út í hörgul

Dæmalaust var að hlusta á Sjálfstæðismanninn Birgir Ármannson í alþingi i dag. Fullur yfirlætis talaði hann út í hörgul um frumvarpið um stjórnskipunarlög sem þar voru lögð fram. Þvílíkt bull og þvílík þvæla sem kom upp úr hinum yfirlætisfulla Birgi.

Ekki var um annað að ræða en málþóf og engu líkara en vesalings maðurinn héldi að hann væri að vinna sér inn prik hjá kjósendum. Þegar menn haga sér á þennan hátt þá eru þeir að opinbera sig og viss er ég um að margir hafi misst listina á stuðningi við hann. Birgir var á móti, hann var samt með, það þurfti meir tími og þyrfti að ræða málið betur. Að lokum sagði hanna að menn ættu ekki að eyða tíma í málþóf heldur að einbeita sér hinum mörgu og brýnu málum sem biðu afgreiðslu. Skoplegt.

Rúsínan í pylsuendanum var málflutningur Kristins H Gunnarssonar úr frjálslindafloknum. Hann var algjörlega andvígur frumvarpinu og fór mikinn. Ætli að það sé komin skjálfti í Kristinn ef breyta á atkvæðum á þann hátt að öll atkvæði vega jafnt. Eins og núverandi kosningalög eru, þá vega atkvæði í dreifbýli miklu meira en atkvæði t.d. í Reykjavík. Það er sanngjarnt að öll atkvæði vegi jafnt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband