Þegar Björn Bjarnason var rassskelltur af umboðsmanni alþingis

Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráherra ræðst að Jóhönnu Sigurðardóttir í pistli dagsins eins og vænta mátti af hans hálfu. Sagt er að þeir sem búa í glerhúsi ættu ekki að kasta grjóti.

Björn býsnast yfir svari Jóhönnu í Kastljósi í kvöld í viðtali vegna dóms sem hafði fallið henni í óhag. Jóhanna hafði rekið framsóknarmann sem hafði krafist launa í 4 ár!!! Áður óþekkt krafa í sambærilegum máli. Ekkert er eðlilegra að ráðherrar vilji vinna með sínu fólki. Það hafa allir stjórnmálaflokkar gert.

Helga Seljan sem Björn hafði harðlega gagnrýnt fyrir að hafa ekki tekið málið upp tók viðtal við Jóhönnu vegna málsins. Nú fékk Björn það sem hann vildi. En hræddur er ég um að flestir þeirra sem sáu og hlustuðu hafi tekið málstað Jóhönnu eðli málsins vegna.
Málið var tekið upp í fyrrverandi ríkisstjórn á sínum tíma, áður en framsóknarmanninum var sagt upp. Þögn er sama og samþykki og Björn lagði blessun sína við málið. Hann ætti því að teljast meðsekur. Björn Bjarnason vill samt að Jóhanna segi af sér.

En bíðum nú við. Björn Bjarnason ætti að líta sér nær. Hann braut stjórnsýslulög á grófan hátt þegar hann skipaði frænda Davíðs Oddsonar sem Hæstaréttardómara. Málið endað hjá umboðsmanni alþingis sem úrskurðaði að Björn Bjarnson hefði brotið stjórnsýslulög. Ekki minnist ég þess að Birni Bjarnasyni hafi dottið í hug að segja af sér ráðherradómi þrátt fyrir þessa rassskellingu umboðsmanns. Svo talar hann um ábyrgð ráðherra!!!!!! LÍTU ÞÉR NÆR MAÐUR!!

Björn Bjarnason hefur fyrir löngu misst allt traust hins venjulega manns. Pólitískar embættisveitingar hans hafa verið með þeim hætti. Þar má líka nefna annan vin Davíðs, Jón Steinar Gunnlaugsson sem að Björn skipaði sem Hæstaréttadómara. Skipan ríkislögreglustóra var ekki síður umdeilt og hvernig hann síðar réðst að Bónusfjölskyldunni eftir “plott” Styrmis Gunnarssonar þáverandi ritstjóra Morgunblaðsins og Jóns Steinars. Ekki nóg með það, Davíð Oddsson snaraði fram 10 milljónum af almanna fé til að fjármagna fyrsta skrefið í aðför að Bónusfjölskyldunni. Á meðan að þeirri aðför stóð sem tók mörg ár skrifaði Björn Bjarnason fjölda níðgreina um þá Bónusfeðga. Það er áreiðanlega einsdæmi að dómsmálaráðherra hagi sér með þessum hætti. Lýsir þetta ekki glögglega hatri hans á þeim feðgum. Ekkert var heilagt.

Björn Bjarnason hefur tamið sér neikvæðan áróður sem er farinn að virka öfugt. Fólk er löngu hætt að taka hann alvarlega. Maðurinn á greinilega við sálfræðilega erfiðleika að etja. Hann telur sig vera yfir alla hafin og vitnar jafnvel í sjálfan sig málum sínum til stuðning.

Ekki fór Geir Haarde heldur bónleið til búðar í árás sinni á Jóhönnu vegna bréfs alþjóðagjaldeyrissjóðsins í alþingi í dag. Hann sakaði hana um að hafa ekki skýrt rétt frá bréfi sjóðsins til ráðuneytisins. Það endaði með að Jóhanna fékk afléttum trúnaði vegna bréfsins. Þá kom í ljós að Geir hafði rangt fyrir sér. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði beðið um trúnað vegna umsagnar um Seðlabankafrumvarpið. Geir Haarde er farin að sýna á sér nýjar hliðar. Þær eru ekki til að efla það litla traust sem eftir er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Egilsson

Má Jóhanna þá brjóta lög - úr því að að aðrir gerðu það? Er það hennar afsökun?

Síðan hefur forsætisráðherran, reyndar sem þingm. marglýst því yfir að ráðherrar eigi að axla ábyrgð og segja af sér þegar þeir brjóta lög! EN eiga þessi lög ekkert við hana?

Sá punktur sem þú ert að missa af Björn, er að það er verið að vekja athygli á hinu TVÖFALDA siðgæði ráðherrans. Nú gilda önnur lög. Hún gerir miklu minni kröfur til sín en annarra eða er einfaldlega svo innilega siðblind að hún sér ekki bjálkan í eigin auga!

Jónas Egilsson, 16.2.2009 kl. 23:19

2 Smámynd: Björn Blöndal

Sæll Jónas...Við eru greinilega á öndverðum meið og ég virði þína skoðun. Ein spruning þó. Hvað finnst þér um embættisveitingar Björns Bjarnasonar?

Ég er að benda á tvöfalt siðgæði Björns Bjarnasonar. Mál Jóhönnu og Björns eru ekki lík. Mér finast skrif Björns Bjarnsonar ekki sæma alþingismanni. Hann er eini þingmaðurinn sem kemur fram með þessum hætti. Efitr að hafa hlustað á rök Jóhönnu þá styð ég hennar málstað. Í minum huga gerði hún það sem rétt var og hefur tíðkast hjá öllum stjórnmáaflokkum. Meria að segja Björn Bjarnason lagði blessun sina yfir að framsóknarmanninum yrði skipt út. Björn Bjarnason kemst ekki með tærnar þar sem Jóhanna er með hælana sem ábyrgur þingmaður.

Björn Blöndal, 16.2.2009 kl. 23:56

3 Smámynd: Jónas Egilsson

Björn, hvorki dómurinn né samráðherrar Jóhönnu á sínum tíma telja þá ákvörðun að láta manninn hætta hafi brotið í bága við lög.

Hins vegar, úr því að maðurinn mótmælti, þá haði hann skv. lögum rétt til andmæla, sem Jóhanna virti ekki og braut þar með lög. Hún gaf honum nokkrar klst. til að koma niður í ráðuneyti til að gera grein fyrir máli sínu sem hann taldi of stuttan fyrirvara. Á það sjónarmið fellst dómurinn og dæmdi hana fyrir það.

Framhjá þessu atriði horfa fjölmiðlar. Framhjá þessu atriði skautaði ráðherra fimlega hjá í Kastljósviðtali í gær (16. febr.). Þessi óþolinmæði eða skortur á dómgreind og umburðalyndi Jóhönnu er að kosta skattborgara um 2 m.kr. í bætur, auk málskostnaðar og vinnu ríkislögmanna, sem ekki er talinn með.

Stóra atriðið í þessari umræðu eru síðan siðferðiskröfur sem Jóhanna gerði til annarra á meðan hún var óbreyttur þingmaður. Nú axlar hún enga ábyrgð og leiðir þessa umræðu, þennan dóm eins mikið hjá sér eins og hún getur. Til að bíta hausinn af skömminni segist hún hafa sparað eða ætlað að spara ríkissjóð peninga með því að reka þennan mann eða neita tala við hann! Þarna kemur hún fram með slíkum hroka og vanvirðingu við dóminn að mörgum blöskrar. Þessi umræða hefði aldrei orðið það sem úr henni varð, hefði hún sjálf ekki gert miklar kröfur til annarra.

Jónas Egilsson, 17.2.2009 kl. 09:21

4 Smámynd: Björn Blöndal

Sæll aftur Jónas. Enn virði ég þína skoðun og ætla ekki að deila frekar við þig um mál Jóhönnu. Ég tel að dómurinn sé rangur. Sjálfstæðismenn eru búnir að koma sinum mönnum fyrir bæði í héraðsdómi og Hæstarétti. Þar eiga þeir "hauka" í horni ef á þarf að halda. Samanber dóm Hæstaréttar um að dæma á skjön við stjórnarskránna um að  sameign þjóðarinnar, fiskurinnn í sjónum væri ekki sameign þjóðarinnar. Davíð Oddson hafði haft í hótunum og Hæstiréttur sem að meirihluta er skipaður mönnum Davðiðs varð við kröfu hans. 

Hitt er að þú svaraðir ekki spurningunni um hvað þér findist um embættisveitingar Björns Bjarnasonar og úrskurð umboðsmanns alþingis um að hann hefði m.a. brotið stjórnsýslulög. Úr því að Jóhanna átti að víkja - átti hann þá ekki líka að víkja? Er ekki kátlegt að hann krefur aðra um að gera það sem hefði þá átt að gera en gerði ekki. Er það ekki tvöfalt siðgæði?

Rótin að skrifum mínum er tvöfalt siðgæði Björns Bjarnasonar og æpandi níðskrif hans um þá sem eru honum ekki að skapi.

Björn Blöndal, 17.2.2009 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband