Þegar kjósendur höfnuðu Birni Bjarnasyni

Jón Baldvin Hannibalsson og Ingibjörg Sólrún eru skotspænir Björns Bjarnasonar í pistli dagsins. Þar fá þau Ingibjörg og Jón hálf máttlaus púðurskot sem öll missa marks.

Oft hefur verð sagt að menn sem búa í glerhúsi skuli ekki kasta grjóti. Það á við um Björn Bjarnason. Það er áreiðanlega ömurlegt hlutskipti að velja sér það hlutverk að vera alltaf neikvæður. Menn geta nefnilega auðveldlega fests í því hlutverki. Mér sýnist sú vera raunin hjá Birni Bjarnasyni.

Það eru aumkunarverð og ömurleg örlög.

Ég vil minna Björn Bjarnason á úrslit síðustu Alþings og borgarstjórnarkosninga. Í kosningunum til alþingis var Birni hafnað í prófkjöri og litlu mátti muna að hann næði þingsæti vegna útstrikana. Í borgarstjórnarkosningunum hugðist Björn ná borginni af Ingibjörgu Sólrúnu. Hann hrakti tvo efnileg menn frá því fara í prófkjör geng honum. En þegar upp var staðið reyndist Björn Bjarnason “hvalreki” fyrir Ingibjörgu Sólrúnu, því Reykvíkingar höfnuðu honum - og Ingibjörg hélt borginni.

Björn Bjarnason hefur því verið rækilega niðurlægður í tveim síðustu kosningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband