13.2.2009 | 22:10
Björn Bjarnason - Jón og séra Jón!!
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er skotskífa í pistli Björns Bjarnasonar fyrrverandi dómsmálaráðherra í dag. Það var líka ótrúlegt að púkinn á fjósabitanum sem ég kýs að kalla Björn Bjarnson vegna níðskrifa hans um samborgara sína færi að sofa með tóman maga í kvöld.
Nú kvartar Björn undan því að það sé ekki sama að vera Jón og séra Jón í fjölmiðlum. Ástæðan er dómur sem gekk gegn Jóhönnu vegna ólögmætrar uppsagnar þar sem sagt var að hún hefði brotið stjórnsýslulög.
Björn skammar fjölmiðla landsins fyrir að hafa ekki tekið málið fyrir og nefnir sérstaklega Helga Seljan í kastljósinu. Hann nefnir að Helgi hafi farið hamförum gegn Jónínu Bjartmarz eftir að hún hafði fengið allsherjarnefnd alþingis til að gefa út íslenskan ríkisborgararétt fyrir tengdadóttur sína. Þetta var á skjön við allt sem áður hafði tíðkast. Tengdadóttirin hafði þá búið á Íslandi í stuttan tíma. Fjöldi fólks hafði beðið í fjölda ára eftir ríkisborgararétti án þess að fá. Þessi gjörningur var algert einsdæmi og var gert mjög góð skil í kastljósinu á sínum tíma.
Það er rétt að minna á að Bjarni Benediktsson sem nú sækist eftir að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokkinn var í forsvari fyrir allsherjarnefnd og fullyrti blákalt að þetta hefði allt verið eðlilegt. Þar laug Bjarni Benediktsson beint framan í alþjóð.
Jónína Bjartmarz höfðaði síðar mál gegn kastljósi en tapaði.
Björn Bjarnason heldur því líka fram að fjölmiðar séu ekki starfi sínu vaxnir og fari í manngreiningarálit. ÚFF hver er það sem fer í manngreiningarálit. Af framansögðu er rétt að minna á úrskurð umboðsmanns alþingis gegn Birni Bjarnasyni eftir að hann hafði skipað frænda Davíðs sem dómara í Hæstarétt. Ekki minnist ég þess að Björn Bjarnason hafði tekið þann úrskurð nærri sér. Þetta var niðurstaða umboðsmanns:
Samkvæmt því sem rakið er hér að framan er það niðurstaða mín að málsmeðferð dómsmálaráðherra við undirbúning að skipun í embætti dómara við Hæstarétt Íslands í ágúst 2003 hafi ekki fullnægt kröfum 4. mgr. 4. gr. laga nr. 15/1998, um dómstóla, um að umsögn Hæstaréttar lægi fyrir um þá lögfræðilegu þekkingu sem ráðherra hafði ákveðið að leggja sérstaka áherslu á við val milli umsækjenda og þá hafi rannsókn málsins ekki verið í samræmi við 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Vegna þessara annmarka var ekki af hálfu dómsmálaráðherra lagður fullnægjandi grundvöllur að skipun D í embætti hæstaréttardómara.
Þarna braut Björn Bjarnason stjórnsýslulög. Var hann ekki að tala um Jón og séra Jón!!!! Að lokum er gaman að geta þess þegar Björn Bjarnason hringdi í GSM síma f.v. útvarpskonu sem honum var ekki að skapi. Umrædd útvarpskona sem ég kýs að nefna ekki á nafn skrifaði m.a. eftirfarandi á bloggsíðu sina: Benti mér sömuleiðis á að ég skyldi vara mig á því að þetta væri ríkisfjölmiðill og því ekki sjálfsagt að vera með umfjöllun þar sem gagnrýndi stjórnvöld svona. Undir lá vissulega að hann hefði völd til að láta mig fara.
Er þetta ekki líkt Birni Bjarnasyni. Hann veit allt getur allt og allir sem honum eru ekki að skapi eru níddir niður ef svo ber undir. Ekki nema von að hann hafði verið kallaður skúrkur ársins af góðum manni. Ég tek heilshugar undir þau orð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.