Björn Bjarnason "dómari"

Fátt virðist Birni Bjarnasyni fyrrverandi dómsmálaráðherra óviðkomandi ef hann sér færi á að setjast í dómarasæti.
Þá er það gamla sagan að skrifa illa um fólk og dæma.
Í dag er það Silja Bára Ómarsdóttir sem kennir alþjóastjórnmál við Háskóla Íslands sem Björn Bjarnason sér ástæðu til að taka á beinið.
“Púkinn á fjósabitanum” verður náttúrlega að fá sitt.
Silja Bára skrifaði ritgerð um öryggismál Íslands sem Björn Bjarnson sér ástæðu til að dæma. Hann sest því í dómarasætið og gefur í umsögn sinni vísbendingar um yfirburða þekkingu á málinu.
Björn kemst að þeirri niðurstöðu að veruleg brotalöm sé á ritgerð Silju Báru.
Skilja má að það sé aðallega vegna þess að hún hafi ekki sömu sýn og árherslur og Björn.
Hvað lágt geta menn lagst. Ekkert er heilagt , virðingarleysi við samborgarana algert og engum eirt. Vei þér Björn Bjarnason. Góður maður kallaði þig ekki “skúrk” ársins að ósekju.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já maðurinn hefur ekki gengið til góðs.

hilmar jónsson, 12.2.2009 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband