12.2.2009 | 00:31
Björn Bjarnason ræðst á forsetann en ekki Davíð!
Gat það verið!? Já svo sannarlega. Enn eina ferðina stendur Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra fyrir aðför að forseta vorum. Nú hefur hann óskað eftir skýrslu frá utanríkisráðuneytinu um áhrif blaðaummæla vegna viðtals Ólafs Ragnars í þýsku útgáfunni af Finacial Times. Einnig vill hann að utanríkismálanefnd verði upplýst hvað ráðuneytið hafi gert til að lægja öldur í Þýskalandi. Vegna gagnrýni á Ísland.
Púkinn á fjósaloftinu Björn Bjarnson þarf fóður og vesalings maðurinn virðist kunn fátt annað en skrifa níð og illmælgi um samborgara sína. Hann notar og hvert tækifæri til að ráðast að forsetanum.
En bíðum við. Hvað gerði Björn Bjarnson eftir hið fræga kastljós viðtal við Davíð Oddson, þar sem hann sagði að íslenska ríkið myndi ekki greiða skuldir óreiðumanna".
Hvað gerði Björn Bjarnson þá!!!???
Krafðist hann utanríkisráðuneytið um skýrslu um þau áhrif sem þessi yfirlýsing hafði? Krafði hann utanríkisráðuneytið um að upplýsa utanríkismálanefnd um hvað hefði verið gert til að lægja öldurnar sem þessi yfirlýsing Davíðs hafði í Evrópu?
Nei aldeilis ekki. Björn Bjarnason kaus að þegja.!!!! Hann þagði sem steinn. Enda skósveinn Davíðs.
Menn sem haga sér eins og Björn Bjarnson eru ekki trúverðugir. Það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón. Ef menn eru í náðinni þá sleppa þeir. En ef ekki þá skrifar Björn Bjarnason níð. Björn Bjarnason hefur fyrir löngu misst allt traust og trúverðugleika fyrir framgang sinn. Bæði í pólitískum embættisveitingum þar sem hann skipaði m.a. tvo menn Davíðs Oddsonar sem hæstaréttadómara. Annar var frændi Davíðs og var Björn tekinn á beinið af umboðsmanni alþingis fyrir að misnota vald sitt í það skiptið.
Einnig hrakti hann lögreglustjórann á Suðurnesjum úr starfi að ósekju og síðast en ekki síst, fyrir allar þær ljótu greinar og níð sem hann hefur skrifað um samborgara sína.
Það kemur að því að fólk fær nóg. Ég er einn þeirra. Mér finnst að Björn Bjarnason sem mætur maður kallaði skúrk ársins eftir áralöng níðskrif - fá smá dúsu til baka. Það mætti spyrja hvort maðurinn hefði yfir höfuð nokkuð af því sem kallað er dómgreind, skynsemi eða samvisku.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Björn er að skapa tafir svo stjórnin komi minnu í verk, það skiptir engu hvert málefnið er. Þetta er nátturlega alveg kjörið, eða þannig.
Þið sem viljið láta endurskoða Stjórnarskrá Íslands, farið inn á www.nyttlydveldi.is Þar er hægt að skrifa undir áskorum til stjórnvalda. Sköpum þrýsting - skrifum undir.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.2.2009 kl. 00:39
Björgvin í samfylkingunni ræðst gegn Davíð en ekki forsetanum.
Jón Sigm. (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 00:54
En þú vilt ráðast að Davíð en ekki að forsetanum þó báðir hafi gerst sekir um sömu ávirðingar, ekki satt?
Ef svo er þá ertu ekkert betri en Björn.
Það eru nefnilega allt of margir í skotgröfunum.
Búsáhaldabyltingin virðist því miður bara vera til vinstri og ekki virðist koma til greina hjá henni að blaka við forsetanum þó að augljóslega sé hann kominn í hóp þeirra sem þyrftu að segja af sér.
ábs (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 01:24
Sæll ábs. Það stendur hvergi í grein minni að ég vilji ráðast að Davíð!!! Ég er eingöngu að benda á dómgreidarleysi Björns Bjarnasonar að hafa ekki brugðist eins við hinu fræga kastljósviðtali við Davíð.
Björn Blöndal, 12.2.2009 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.