Nú kennir Björn Bjarnason Jóni Baldvin um bankahrunið!

Það nýjasta hjá Birni Bjarnasyni er að kenna Jóni Baldvin Hannibalssyni um bankahrunið!!!!!! Þvílík þvæla hjá vesalings manninum. Hann veit ekki sitt rjúkandi ráð þessa dagana eftir að vera kominn í stjórnarandstöðu. Björn Bjarnason stendur eins og reittur kjúklingur. Fjaðralaus allslaus. Hann rembist hvað hann getur til skreyta sig fjöðrum með níðskrifum um aðra. Það er það eina sem hann kann. En allt venjulegt fólk hefur löngu séð í geng um Björn Bjarnason “púkann á fjósaloftinu”.
Björn Bjarnason telur ástæðu til að rifja upp árangur Jóns og flokks hans í kosningum. Til að átta sig á tölum getur verið gott að hafa samanburð. Ef Björn telur sig hafa slíka yfirburði eins og hann ritar ætti hann að bera árangur sinn saman við árangur Jóns. En Björn veit að það getur hann ekki. Hann hefur nefnilega fengið háðulega útreið í síðustu alþingiskosningum og borgarstjórnarkosningum. Þá var honum hafnað rækilega. Hann á enga möguleika á endurkomu.
Í mínum huga eru menn eins og Björn Bjarnason sem nærast á níðskrifum um samborgara sína og leggja örðum bæði hugsanir og skoðanir í munn best geymdir á hliðarlínunni. Aftast í goggunarröðinni.
Afrekaskrá Björns Bjarnasonar sem stjórnmálamanns er ekki glæsileg. Hinn almenni borgari ber ekkert traust til hans. Hann er fyrir löngu rúin öllu trausti eftir pólitískar embættisveitingar sem fleyttu honum alla leið inn á borð umboðsmanns alþingis. Hann úrskurðaði að Björn Bjarnason hefði ekki farið að settum reglum þegar hann skipaði frænda Davíðs Oddsonar sem hæstaréttadómara. Ekki var skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar einkavini Davíðs sem dómara í hæstarétt minna umdeild. Ennig má minna á þegar hann hrakti lögreglustjórann á Suðurnesjum úr starfi. Það var ekki stórmannlega gert.
Jón Baldvin Hannibalsson mun eflaust svara fyrir sig. Hann er meira en fullfær um það. Björn Bjarnason kemst ekki með tærnar þar sem Jón Baldvin hefur hælana. Hvort heldur er sem stjórnmálamaður eða bara venjulegur maður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Björn er að kenna Hannibalssyni um EES ruglið og hver veit kannski reynir hann að koma okkur í ESB en þá er hann landráðamaður sem hann er í raun núna.

Valdimar Samúelsson, 10.2.2009 kl. 22:37

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Þú svarar ekki með einu orði því sem Björn segir um aðkomu JBH að auknu viðskiptafrelsi á Íslandi sem, leiddi til sölu ríkisbankanna til hlutafélaga í einkageiranum og í framhaldi af því, til ofþenslu og hruns.

Renndu augunum í gegnum greinargerð Jóns Daníelssonar og Gylfa Zoega. Þar kemur þetta fram berum orðum.

Jón Baldvin Hannibalsson ber ekki einn og sér og persónulega ábyrgð á neinu nema sjálfum sér. Hins vegar er það á hreinu að hann, sem utanríkisráðherra Íslands á árunum 1989 til 1993 fór fyrir samningaferlinu sem leiddi til gildistöku samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Af því leiddi hið aukna viðskiptafrelsi sem að ofan getur og í höndum aðila sem voru misvel til þess fallnir að reka banka, ásamt frekar slakri framkvæmd á því regluverki sem á að gilda á Evrópska efnahagssvæðinu, fóru bankarnir út í móa og á hausinn.

Flosi Kristjánsson, 10.2.2009 kl. 22:38

3 Smámynd: Björn Blöndal

Sæll Flosi. Mér finnst að ætla kenna Jóni Baldvin um bankahrunið sé að hegja bakara fyrir smið. Rétt er að hann fór fyir samningum um Evrópska efnhagssvæðið. En hann kom hvergi nálgæt sölunni á bönkunum. Þeir sem seldu bankana hefðu átta að fara eftir því ágæta heilræði: "Að i upphafi skal endirin skoða". Sjálfsætðisflokkurinn samþykti samningum um Evrópska efnahassvæðið. Þeir geta því ekki sett samasemmerki við það og Jón Baldvin. Þeir sem seldu bankana hefðu betur skoðað það sem þeir voru að gera. Það var eins og að ætla próflausum manni að keyra kappakstursbíl.....

Kveðja Björn Blöndal

Björn Blöndal, 10.2.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband