10.2.2009 | 15:59
“Moldvarpa” í stjórnarráðinu á mála hjá Sjálfstæðismönnum
Birgir Ámannsson Sjálfstæðisflokki hóf umræðuna á alþingi í dag um samskipti forsætisráðherra við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þar upplýsi Birgir að hann hefði undir höndum tölvupóst frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til forsætisráðherra sem var trúnaðarskjal.
Við umræðurnar gerðu Sjálfstæðismenn sig að algjörum fíflum enn einn daginn með einskisverðu þjarki og þrasi sem hafði ekkert uppá sig annað enn að upplýsa um tilvist moldvörpunnar í Stjórnarráðinu.
Framangreindur Bjarni, Sigurður Kári Kristjánsson og af öllum mönnum Einar K. Guðfinnsson gerðu sig að aulum með þrasi og þrefi sem hafði það eitt að beina kastljósinu að þeim. Alla vega var það sem þeir sögðu ekki málefnalegt.
Það alvarlega er að nú hefur komið á daginn að það er moldvarpa í stjórnarráðinu. Geir H. Haarde kvartaði mikið yfir þegar Jóhanna Sigurðardóttir skipti um ráðuneytisstjóra og talaði um aðför og einelti.
En það er samt greinilegt að Jóhanna hefur ekki tekið nægjanlega vel til. Erlendis er þekkt að þegar nýir herrar taka við ráðuneytum þá er allir sem fyrir eru látnir fara!!!! Nýr maður kemur með sitt fólk sem hann getur treyst!!!!!!!
Sjálfstæðismenn eiga nú hauk í horni þar sem modvarpan í Stjórnarráðinu er. En vonandi tekur Jóhanna á þessu máli og hreinsar til og upplýsi um leið hver moldvarpan er.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eru þeir ekki bara búnir að setja áframsendingu á allan tölvupóst... beint til xD, vert að tjékka það út.
DoctorE (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.