Er Davíð Oddsson “deep throat” Agnesar?

“Við í Kaupþingi fengum það fljótlega á tilfinninguna að Davíð Oddsson gætti ekki trúnaðar við viðmælendur sína sem seðlabankastjóri. Í okkar huga var það hætt að vera tilviljun þegar fréttir birtust um bankann í Morgunblaðinu undir pennaheitinu Agnes Bragadóttir í kjölfar „trúnaðarfunda" okkar með seðlabankastjóra,” skrifar Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarmaður Kaupþings í grein um Davíð Oddsson í Fréttablaðinu í dag.
Þar með berast böndin nú að Davíð Oddssyni Seðlabankastóra að vera heimildarmaður eða “deep throat” Agnesar Bragadóttur í greinaskrifum hennar um starfsemi Kaupþings í Morgunblaðinu.
Það er ákaflega sérkennilegt að maður sem gegnir slíkri ábyrgðarstöðu og Davíð Oddsson skuli koma sér í stöðu sem þessa. Sérstaklega þar sem hann ber fyrir sig bankaleind ef hann er beðin um að svara einföldum spurningum um Seðlabankann.
En þegar ferill Davíðs er skoðaður kemur þetta ekki á óvart. Ef honum mislíkar við einhvern þá á hinn sami sér ekki viðreisnar von. Það sanna bréfaskriftir og tilskipanir Davíðs um þá sem hann lítur á sem óvini - og hafa fengið að finna fyrir “bláu hendinni”.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband