9.2.2009 | 23:36
Björn Bjarnason og bréf Davíðs
Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra púkinn á fjósaloftinu ræðst í dag í pistli sínum á Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Málflutningur hans er hreint með ólíkindum að venju. Hann verður að skrifa eða tala illa um þá sem hann telur andstæðinga sína. Það verður að hafa fóður fyrir púkann:
Björn er með afar hæpnar fullyrðingar í pistli sínum. Lítum á nokkrar.
Hún kannaðist ekki við, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði gert athugasemdir við hið illa samda frumvarp hennar, skrifar Björn Bjarnason. Hvernig getur Björn Bjarnason slegið fram fullyrðingu eins og þessar.? Hefur hann bréfið undir höndum? Er þetta heiðarlegur málflutningur.? Varla.
Síðan skrifar Björn:
Óskiljanlegt er, að Jóhanna segist hafa kallað til sérfræðinga til að semja nýja stjórnarskrá og breytingar á kosningalögum, án þess að hafa nokkurt samráð við stjórnarandstöðu. Með þessu brýtur hún allar hefðir um meðferð slíkra mála.
Er það nema von að vesalings manninn svíði að vera komin í aukahlutverk og þurfa að vera bara áhorfandi.
Í lok greinar sinnar skrifar Björn Bjarnason, eftir að vinstri stjórnin kom til sögunnar, að fjölmiðlaumfjöllun snýst aðeins um gárur á yfirborði í stað þess að kafað sé í mál og reynt að skýra þau til nokkurrar hlítar. Eltingaleikurinn við Davíð Oddsson er það, sem á hug fjölmiðlamanna núna, en Jóhanna blés nýju lífi í hann um tíma. Nú segist hún hins vegar ekki ætla að atast meira í Davíð heldur bíða afgreiðslu alþingis á hinu meingallaða frumvarpi sínu. Á þessari stundu veit enginn, hvernig það lítur út að lokum.
Sjálfstæðismenn hafa varið svarbréf Davíð Oddsonar til Jóhönnu Sigurðardóttur með kjafti og klóm. Þar á meðal Björn Bjarnason og um leið talið bréf Jóhönnu til Davíðs vera hótunarbréf.
Í tilefni af þessu vil ég sýna bréf sem Davíð Oddson ritaði Sverri Hermannssyni þá bankastóra Landsbankans í febrúar 1996. Tilefnið var að Sverrir hafnaði vaxtalækkunarboðskap ríkisstjórnarinnar, Seðlabankans og Þjóðhagsstofnunar, sem Davíð lagði síðar niður í reiðikasti.
Bréf Davíð Oddsonar sem var þá forsætisráðherra hljóðaði svo:
"Sverrir. Mér finnst þú fara offari. Ég gæti belgt mig út og sagt að þessir snillingar í Landsbankanum hafi tapað 11 þúsund milljónum á síðustu árum og þyrftu því að vaxtapína landið. Þeir tækju ekki eftir því þegar strákur á þeirra snærum týndi fyrir þeim 900 milljónum!! og viðskiptavinum væri vafningalaust sendur reikningur. Þetta mun ég ekki segja, en ef þið lagið ekki þvæluna, sem þið gerðuð í síðasta vaxtaóðagoti, er það endanlegt dæmi þess að þið vitið ekki hvað þið eruð að gera og þá mun ég sjá til þess fyrr en nokkurn grunar að menn komi að bankanum sem viti hvað þeir eru að gera. Ég vil fá svar frá þér annað en skæting í fjölmiðlum strax því ég mun ekki sitja lengur kyrr."
Daginn eftir lækkaði Landsbankinn vexti sína.
Það er alveg með ólíkindum að forsætisráherra riti öðrum embættismanni slíkt hótunarbréf. Sjálfstæðismenn ættu að bera saman bréf Jóhönnu til Davíðs og síðan bréf Davíðs til Sverris saman áður en þeir halda áfram að kalla bréf Jóhönnu hótunarbréf.
Getur Björn Bjarnason vinur Davíðs réttlæt skrif að þessu tagi?
Viðbrögð Davíðs Oddssonar við bréfi forsætisráðherra er kapítuli fyrir sig.
Davíð er greinilega í bullandi afneitun og neitar að sjá sjálfan sig í réttu ljósi.
Það er kannski kominn tíma á það félaga Björn og Davíð að leita sér hjálpar.
Björn er með afar hæpnar fullyrðingar í pistli sínum. Lítum á nokkrar.
Hún kannaðist ekki við, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði gert athugasemdir við hið illa samda frumvarp hennar, skrifar Björn Bjarnason. Hvernig getur Björn Bjarnason slegið fram fullyrðingu eins og þessar.? Hefur hann bréfið undir höndum? Er þetta heiðarlegur málflutningur.? Varla.
Síðan skrifar Björn:
Óskiljanlegt er, að Jóhanna segist hafa kallað til sérfræðinga til að semja nýja stjórnarskrá og breytingar á kosningalögum, án þess að hafa nokkurt samráð við stjórnarandstöðu. Með þessu brýtur hún allar hefðir um meðferð slíkra mála.
Er það nema von að vesalings manninn svíði að vera komin í aukahlutverk og þurfa að vera bara áhorfandi.
Í lok greinar sinnar skrifar Björn Bjarnason, eftir að vinstri stjórnin kom til sögunnar, að fjölmiðlaumfjöllun snýst aðeins um gárur á yfirborði í stað þess að kafað sé í mál og reynt að skýra þau til nokkurrar hlítar. Eltingaleikurinn við Davíð Oddsson er það, sem á hug fjölmiðlamanna núna, en Jóhanna blés nýju lífi í hann um tíma. Nú segist hún hins vegar ekki ætla að atast meira í Davíð heldur bíða afgreiðslu alþingis á hinu meingallaða frumvarpi sínu. Á þessari stundu veit enginn, hvernig það lítur út að lokum.
Sjálfstæðismenn hafa varið svarbréf Davíð Oddsonar til Jóhönnu Sigurðardóttur með kjafti og klóm. Þar á meðal Björn Bjarnason og um leið talið bréf Jóhönnu til Davíðs vera hótunarbréf.
Í tilefni af þessu vil ég sýna bréf sem Davíð Oddson ritaði Sverri Hermannssyni þá bankastóra Landsbankans í febrúar 1996. Tilefnið var að Sverrir hafnaði vaxtalækkunarboðskap ríkisstjórnarinnar, Seðlabankans og Þjóðhagsstofnunar, sem Davíð lagði síðar niður í reiðikasti.
Bréf Davíð Oddsonar sem var þá forsætisráðherra hljóðaði svo:
"Sverrir. Mér finnst þú fara offari. Ég gæti belgt mig út og sagt að þessir snillingar í Landsbankanum hafi tapað 11 þúsund milljónum á síðustu árum og þyrftu því að vaxtapína landið. Þeir tækju ekki eftir því þegar strákur á þeirra snærum týndi fyrir þeim 900 milljónum!! og viðskiptavinum væri vafningalaust sendur reikningur. Þetta mun ég ekki segja, en ef þið lagið ekki þvæluna, sem þið gerðuð í síðasta vaxtaóðagoti, er það endanlegt dæmi þess að þið vitið ekki hvað þið eruð að gera og þá mun ég sjá til þess fyrr en nokkurn grunar að menn komi að bankanum sem viti hvað þeir eru að gera. Ég vil fá svar frá þér annað en skæting í fjölmiðlum strax því ég mun ekki sitja lengur kyrr."
Daginn eftir lækkaði Landsbankinn vexti sína.
Það er alveg með ólíkindum að forsætisráherra riti öðrum embættismanni slíkt hótunarbréf. Sjálfstæðismenn ættu að bera saman bréf Jóhönnu til Davíðs og síðan bréf Davíðs til Sverris saman áður en þeir halda áfram að kalla bréf Jóhönnu hótunarbréf.
Getur Björn Bjarnason vinur Davíðs réttlæt skrif að þessu tagi?
Viðbrögð Davíðs Oddssonar við bréfi forsætisráðherra er kapítuli fyrir sig.
Davíð er greinilega í bullandi afneitun og neitar að sjá sjálfan sig í réttu ljósi.
Það er kannski kominn tíma á það félaga Björn og Davíð að leita sér hjálpar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þeir félagar; Davíð og Björn er "history" á Íslandi. Einu sem ekki skilja það, eru þeir tveir. Dapurlegt í meira lagi.
Dexter Morgan, 10.2.2009 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.