Hvað er undir “húddinu” á Birni Bjarnasyni?

Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra sem Jóhannes í bónus kallaði “skúrk” ársins eftir makalausar árásir á hann og fjölskyldu hans er samur við sig. Í dag heldur hann árásum sínum áfram á þá feðga. En nú er kominn nýr still á skrif Björns Bjarnason. Hann hefur nú farið í smiðju Hannesar Hólmsteins og notar “copy” “past” aðferðina.
Björn Bjarnason fer vítt um völl og lætur hina og þessa fella dóma yfir Jón Ásgeir Jóhannesson og reynir með því að fjarlægja sjálfan sig frá málinu.
En það gengur bara ekki upp hjá Birni Bjarnasyni sem er í líki “púkans á fjósaloftinu”. Því meira níð og illmælgi því feitari verður hann.
Það er rétt á að mynna Björn Bjarnason á upphaf Baugsmálsins og allt til loka þess.
Í upphafi útvegaði Davíð Oddson 10 milljónir til að tryggja og fjármagna rannsókna. Þetta voru vitanlega peningar skattborganna. Þau Jónína Benediktsdóttir og Jón Gerald Sullenberger stóðu að kæru og fengu ritstjóra Morgunblaðsins Styrmir Gunnarson og Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttalögmann einkavin Davíðs Oddsonar sér til hjálpar. Málið komst meira að segja inn á borð Davíðs Oddsonar sem hafði sakað Jón Ásgeir um að bera á sig mútur, sem hann gat aldrei sannað og var virðingu forsætisráðherra ekki samboðið. Seinn skipaði Björn Bjarnason Jón Steinar sem hæstaréttadómara. Embættisveiting sem olli mikilli úlfúð svo ekki sé meira sagt. Trúir nokkur að þarna hafi ekki verið um “plott” að ræða?
Flestir muna hvernig þessu máli lauk. Eftir margra ára rannsókn og marga tugi ákæra tókst ákæruvaldinu að fá dæmt í tveim minniháttar ákæruliðuðum.
Á meðan á þessu stóð ólmaðist Björn Bjarnason dómsmálaráherra við að níða þá Baugsfeðga niður við hvert tækifæri. Ég hef fylgst með þessu máli frá upphafi og í mínum huga leynir það sér ekki að Björn Bjarnason er fullur af hatri út í þá feðga.
Hvers vegna veit ég ekki. En það getur varla talist við hæfi að sjálfur dómsmálaráðherra skuli skrifa níð með vafasömum fullyrðingum um þá sem sæta rannsókn hjá lögreglu.
Er það nema von að þessir menn hafi fengið nægju sína af þessum óendanlega óhróðri sem að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur staði fyrir í mörg ár. Það kann að vera óheppilegt að kenna Davíð Oddsyni um að Landsbankinn ákvað að ganga að Baugi á þessi stigi. En á því sem að undan er gengið þá er þetta skiljanlegt.
En Björn Bjarnason notar tækifærið til að strá salti í sárinn!!!!! Ég velti fyrir mér hverskonar manngerð Björn Bjarnason er og hvort hann hafi verið maður til að gegna ábyrgðarstöðu í þjóðfélaginu.
Mér þætti gaman að vita hvað er undir “húddinu” á Birni Bjarnasyni?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Það mætti halda að þú hafir verið á launum hjá Baugsveldinu.  Ótrúlegt hvað þú gerir fólki upp illt.

Og segir varla orð um bullið í Jóni Ásgeri og þeim ásökunum sem hann setur í raun fram í máli sínu gagnvart formanni skilanefndar Landsbankans.   Vænir hann um að taka skipunum frá Sjálfstæðisflokknum.  Af hverju segir maðurinn aldrei frá heimildarmanni sínum ??  Skyldi það vera af því að þetta er allt saman tilbúingur í hausnum á honum.  Mjög sennilega.

Ég held að þú ættir að athuga betur hverskonar manngerð þú sjálfur ert og þeir sem þú ert að reyna að verja hér.  Það hefur enginn lengur samúð með þessum útrásarvíkingum sem komu landinu á hausinn.  Baugsveldið fær þar íslenzku útrásarGrímuna fyrir aðalhlutverkið.

Sigurður Sigurðsson, 8.2.2009 kl. 14:35

2 identicon

Björn.  Getur verið að meint hatur þeirra sem hafa leyft sér að gagnrýna og benda á augljósa lagalega vankanta á viðskiptaháttum þeirra feðga eins og svo berlega hefur komið í ljós eigi fullkomlega rétt á sér?

Banna lög eða siðferðisreglur að mönnum líki ekki við þá og jafnvel hati?

Hafa þeir td. ljóst og leynt opinberað hatur sitt á einhverjum sem þeir telja til óvina sinn?

En annars takk fyrir þennan pisti.  Það er satt að segja sjónarsviptir af ákveðnum manngerðum sem eru tilbúnir að berjast fyrir löngu ónýtum málsstað manna sem hafa rænt þjóðina sem þeir augljóslega þykjast ekki tilheyra.  Það er jú ákveðið skemmtangildi í skrifunum ykkar og sér í lagi þínum.

Hafðu bestu þakkir fyrir.

joð (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband