Björn Bjarnson var bæði reiður og pirraður

Björn Bjarnason “skúrkur ársins” og fyrrverandi dómsmálaráðherra er samur við sig bæði í ræðustól á alþingi og skriftir á blogginu. Alltaf þarf hann að vera með níð og skítkast um samborgara sína. Ég hef líkt Birni Bjarnasyni við púkann á fjósaloftinu. Það er bæði góð lýsing og segir allt sem segja þarf.
Undanfana daga hefur Björn ólmast í ræðustól á alþingi. Hann hefur bæði verið reiður og pirraður.
Fyrr í vikunni var Björn Bjarnason með óhróður um forsetan vegna þess að hann veiti Ingibjörgu Sólrúnu umboð til stjórnarmyndunar.
Þar nefndi hann þingræðisregluna sem hann túlkaði sem slíka að ákvörðun forsetans að veita Ingibjörgu Sólrunu stjórnarmyndunarumboð væri “fráleit”.
Túlkun Björns á þingræðisreglunni hefur verið rekinn rækilega ofan í hann. (Sjá á bloggi mínu 5.2.)
Í gær var það nýja löggjöfin um Seðlabankann og ágæt jómfrúarræða Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra sem fór fyrir brjóstið á Birni. Svo ég tali nú ekki um nýja löggjöf um gjaldþrot sem Björn eignaði sér en fékk ekki.
Björn Bjarnason nefndi Hriflu Jónas og að hann hefði sem dómsmálaráðherra lagt til að leggja niður hæstarétt.
“Mér hefði komið til hugar, hvort viðskiptaráðherra ætlaði að leggja fram frumvarp um að seðlabankinn yrði lagður niður.” Skrifar Björn Bjarnson.
Þetta er líkt Birni Bjarnasyni. Það er rétt að mynna Björn á þegar Davíð Oddson lagði niður Þjóðhagsstofnun í einu af sínum reiðiköstum. Er það ekki líkt Jónasi frá Hriflu?!
Annars fékk Björn Bjarnson ágæta kennslustund hjá viðskiptaráðherra um sorgarsögu Seðlabankans.
Björn Bjarnason hamaðist á að ekki væri farið eftir settum reglum og talaði eins og hann væri að mæla fyrir munn margra. Oft notaði hann orðin “við” og “okkur”. Þetta lýsir því slæma sálarástandi sem maðurinn er í að vilja bæði leggja öðrum til hugsanir og orð í munn.
Enn vil ég minna á embættisveitingar Björns Bjarnason þar fór hann ekki eftir settum reglum þegar hann skipaði vini Davíðs Oddsonar í hæstarétt. Allir venjulegir menn eru fyrir löngu búnir að fá nægju sína af Birni Bjarnasyni. Hann er fyrir löngu rúinn öllu trausti.
Björn og fleiri úr flokki hans gerðu sig svo að athlægi í þessum umræðum. Ég nefni þá Pétur Blöndal, Birgir Ármannson og Sigurð Kára Kristjánsson. Ég vill minna þessa ágæru menn á að núna er nýlokið 18 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Hver skyldu eftirmælin verða? Þessir menn eru fullir af hroka og þá skortir algjörlega auðmýkt á því hvernig komið er. Þeim dettur ekki í hug að biðja þjóðina afsökunar heldur hamast við máþóf og útúrsnúninga. Á venjulegri íslensku kallast þetta að þvælast fyrir vinnandi fólki.
Það á að verja gamla foringjann hvað sem það kostar. Rétt að rifja upp nokkur atriði í stjórnmálasögu Davíðs Oddsonar af þessu tilefni.
Davíð Oddson varð fyrsti maðurinn sem hóf beinar aðgerðir gegn bönkunum. Þegar hann tók út inneign sína í Búnaðarbankanum í reiðikasti. Hann rak bankastóra Landsbanks. Það var sagt til að efla traust og trú á bankanum. Ekki minnist ég þess að nokkur Sjálfstæðismaður hafi haft nokkuð við það að athuga.
Núna stendur Davíð í sömu sporum og bankastórar Landsbankans á sínum tíma..
Davíð Oddsson hefur allt of lengi fengið að drottna.
En nú er að koma að leiðarlokum.
Sagt er að við uppskerum eins og við sáum. Því trúi ég.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eina sem er hægt að segja um þig þú ert geð trupplaður

Hafðu skömm fyrir skrif þín

JFK

J Friðrik Kárason (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 00:43

2 Smámynd: Björn Blöndal

Það má vel vera að ég sé geð "trupplaður" JFK. En það breytir engu um framkomu og skrif Björns Bjarnasonar um samborgara sína.

Hafgðuð góðan dag.

BB

Björn Blöndal, 7.2.2009 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband