5.2.2009 | 11:40
Björn Bjarnason fyrrverandi dóms og kirkjumálaráðherra er ekki eins og fólk er flest
Björn Bjarnason fyrrverandi dóms og kirkjumálaráðherra er ekki eins og fólk er flest. Jóhannes í Bónus kallaði hann skúrk ársins og get ég tekið undir þau orð. Þessi ummæli Jóhannesar hafa greinilega komið við kaunin á Birni. Því í nýlegu viðtali náði hann varla andanum af vandlætingu yfir nafngiftinni. En hvernig stóð á því að Jóhannes í Bónus kallaði Björn Bjarnason skúrk ársins. Það vita flestir sem fylgst hafa með þjóðmálum. Það er rétt að minna Björn Bjarnason á að hann var æðsti yfirmaður lögreglu sem eyddi mörgum árum í rannsókn til að koma höggi á Baugsfjölskylduna. Þar hafði hann ekki erindi sem erfiði. Ekki nóg með það heldur veitti Davíð Oddson 10 milljónum í púkkið til að kosta aðgerðina. Á meðan hamið Björn Bjarnason við skriftir til að rægja Bónusfólkið niður.
Hverskonar siðferði er þetta? Ég held að það fari varla á milli mála að eitthvað mikið er að hjá Birni Bjarnasyni. Ég man ekki eftir einum stjórnmálamanni sem hefur hagað sé með þessum hætti.
Nýjasta upphlaup Björns Bjarnasonar var ræða í kjölfar stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.
Þar byrjað hann eins og honum var von og vísa að ráðast að forsetanum. Vegna þess að hann taldi að hann hefði átt eftir tilmælum frá Geir H. Haarde um að mynduð yrði þjóðstjórn.
Björn segir að hér á landi gildi þingræðisregla sem hann reynir að útskýra samkvæmt sínum skilningi. Hann kemst að því að túlkun, skilningur og síðan ákvörðun forsetans um að veita Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur umboð til að mynda minnihlutastjórn sé fráleit.
Helgi Jóhann Hauksson ritar eftirfarandi ágæta grein á bloggi sínu í gær um hversu fátækleg vitneskja og skilningur Björns Bjarnasonar er í þessu máli.
Þingræði merkir það eitt að meirihluti þings verji ríkisstjórn falli. Norðurlöndin eru höfuðvígi þingræðis í heiminum með sínum minnihlutastjórnum sem eftir sem áður njóta stuðnings eða hlutleysis meirihluta þings - eru varðar vantrausti. Það gefur auga leið að ekki geta verið fleiri en einn meirihluti samtímis á þingi.
Fyrir þingræðinu eru allar ríkisstjórnir jafn gildar sem njóta stuðnings meirihluta þingsins hvort sem allir flokkarnir sem verja ríkisstjórnina falli eiga í henni ráðherra eða ekki.
Ef fulltrúar meirihluta þingmanna tjá forseta vilja til myndunar tiltekinnar ríkisstjórnar er fráleitt að forsetinn færi að sóa tíma til að reyna myndun annarskonar stjórnar þar sem meirihluti hefði þegar tjáð vilja sinn og þar með væri ekki meirihluti fyrir annarri. - Það er sorglegt að heyra Björn Bjarnason stunda sína endalausu útúrsnúninga þar á meðal á grundvallar skilgreiningu hugtaka.
Björn Bjarnason stundar útúrsnúning, orðhelgilshátt og persónugerir flest ef ekki öll mál sem honum eru ekki að skapi. Það er kaldhæðnilegt en samt staðreynd að þegar upp er staðið þá er Björn Bjarnson besti vinur óvina sinna. Það sannaðist þegar hann ætlaði að taka borgina með trompi. Þá hrakti hann tvo unga og efnilega Sjálfstæðismenn í burtu til þess að hann gæti sest í oddvita stólinn. Nú átti sko að fella Ingibjörgu Sólrúnu sem þá var borgarstóri. En plottið hjá Birni Bjarnsyni var algerlega misheppnast. Hann lifði í sínum hugarheimi og ætlaði sér að færa Sjálfstæðisflokknum borgina aftur. En niðurstaðan varð á annan veg. Reykvíkingar höfnuðu Birni Bjarnasyni sem lét sig hverfa með skottið á milli lappana úr borgarstjórn og hefur ekki sést þar síðan.
Það á ekki að koma mönnum eins og Birni Bjarnasyni upp með að stunda sífellt skítkast á fólk og málefni. Það er eins og maðurinn kunni ekki og geti ekki annað. Ég legg til við Björn Bjarnason að hann leiti sér aðstoðar. Það er aldrei of seint að snúa við blaðinu og gerast betri maður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.