Meira um púkann á fjósaloftinu

Ég hef líkt Birni Bjarnasyni fyrrverandi dóms og kirkjumálaráðherra við PÚKANN á fjósaloftinu. Þetta sannast í hvert skipti sem Björn opnar munninn eða sendir frá sér pistil.
Í dag ræðst hann enn eina ferðina að forseta vor og segir að hann hafi ákveðið að vera ekki viðstaddur ríkisráðsfund sem haldin var árið 2004. Það voru Sjálfstæðismenn sem “plottuðu” og ætluðu að gera enn eina ferðina lítið úr forsetanum með því að ætla honum ekkert hlutverk í dagskránni.
Það er rétt að halda þessu á lofti og ekki lofa Birni Bjarnasyni að sögunni að eigin geðþótta. Hatur hans á ætluðum andstæðingum kemur fram í öllum hans greinum og tali.
Um daginn hlustaði ég á viðtal við Björn Bjarnason og þar sagði hann án nokkurs tilefnis að Jóhannes Jónsson kenndur við Bónus hefði kallað sig “SKÚRK” ársins og náði varla andanum af vandlætingu.
Ég ætla að vera sammála Jóhannesi í Bónus. Björn Bjarnason hefur margoft unnið til þess að vera kallaður “skúrkur” ársins.
Hann hefur í mörg ár skrifað níð um þá sem honum hugnast ekki. Þetta er fyrir löngu orðið eins og sagan um úlfinn. Allir eru hættir að taka mark á þessum skrifum Björns.
Menn sem haga sér eins og hann vekja spurningu um andlegt heilbrigði.
Að lokum er rétt að minna á pólitísku embættisveitingarnar sem hann hefur staðið að í tíð sinni sem ráðherra. Ég efast um að nokkur annar ráðherra komist með tærnar þar sem Björn Bjarnason er með hælana í þessum efnum.
Ekki má heldur gleyma hverinn hann hrakti lögreglustjórann á Suðurnesjum úr embætti.
Sem betur fer fyrir íslensku þjóðina eru tímar Björns Bjarnasonar sem áhrifamanns í stjórnmálum liðnir. Eflaust mun hann halda áfram að skrifa níð um menn enda er vitað á hverju “púkinn á fjósaloftinu” þrífst best.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband