Púkinn á fjósaloftinu

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er samur við sig. Hann notar hvert tækifæri til árása á Jóhannes Jónsson í Bónus og fjölskyldu hans. Honum er og hefur verið sérlega tíðrætt um "Baugsmiðla" sem hann kýs að kalla þá fjölmiðla sem er í eigu Baugs eða tengjast því félagi. Björn Bjarnason gerir Baug að umtalsefni í pistli á heimasíðu sinni föstudaginn 19. desember sl. Þar fer mikinn eins hans er von og vísa þegar Jóhannes Jónsson og fjölskylda hans er annars vegar. Mér dettur í hug sagan um púkann á fjósaloftinu um skrif Björns Bjarnasonar. Hann virðist þrífast á þessum málflutningi.
Hugur hans til forsetans er líka þekktur og í umræddum pistli segir Björn að Ólafur Ragnar Grímsson hafi meinað alþingi að skapa nauðsynlegt gagnsæi í fjölmiðlarekstri þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin.
Björn Bjarnason veit að alþingi hefði með réttu átt að skjóta umræddu máli til þjóðarinnar. En Davíð Oddson og hans skósveinar tóku ekki þá áhættu vegna þess að yfirgnæfandi líkur voru á að umrætt frumvarp hefði verð fellt. Mönnum eins og Birni Bjarnasyni er ekkert heilagt þegar þeirra skoðanir eru annarsvegar.
Spyrja má í þessu samhengi hver eða hverjir áttu Morgunblaðið? Ekki man ég betur en að Björn Bjarnason hafi haft óbundnar hendur um að skrifa um það sem honum listi í Morgunblaðinu. Enda blaðið í eigu Sjálfstæðismanna. Er ríkisútvarpið ekki sett undir þá ríkisstjórn sem starfar á hverjum tíma? Þar ræður útvarpsráð sem kosið er af alþingi. Þar hefur löngum tíðkast að ef menn töluðu ekki eins og "toppunum" líkaði þá voru þeir einfaldlega settir af. Um þetta eru mörg dæmi. Ekki minnist ég þess að þetta hafi verið Birni Bjarnasyni sérstakt áhyggjuefni.
Sekt sem Samkeppniseftirlitið beitti Haga á dögunum fyrir að misbeita aðstöðu sinni í verðstríði lágvöruverslana er líka feitur biti fyrir Björn Bjarnason til að hamra á.
Ekki minnist ég þess að Björn Bjarnason hafi haft sérstakan áhuga á að skrifa um samráð olíu, korta eða tryggingafélagana, á sínum tíma. Sannað var að þau hefðu öll misbeitt ráðandi aðstöðu sinni.
Enginn var sakfeldur í þessum málum jafnvel þó þessi fyrirtækin hefðu haft hundruð miljóna af fólkinu í landinu.
Í stað þess var Bónusfjölskyldan lögð í einelti af lögreglu sem Björn Bjarnason bar ábyrgð á. Fengu þeir sem að þessu stóðu sérstaka fjárveitingu af þessu tilefni.
Embættisverk Björns Bjarnason munu varða hans stjórnmálaferil. Þar fara hæst fyrrnefnd atlaga að Bónusfjölskyldunni sem ekki virðist lokið enn.
Embættisveitingar sem hafa verið út úr öllum kortum og ollu mikilli reiði. Þá ætti öllum að vera enn mississtætt þegar hann hrakti lögreglustjórann á Suðurnesjum úr embætti síðla sumars. Þar misbætti hann gróflega valdi sínu enn eina ferðina.
Nú er komin fram ný ákæra á einn meðlim Bónusfjölskyldunnar. Þekktir lögmenn telja ákæruna afar hæpna, Þar sem þegar sé búið að dæma í umræddu máli.
Er komið nóg? Er ekki mál að linni?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Björn.

Ég skil ekki þennan málflutning þinn. Ég veitt ekkert annað enn að Björn Bjarnason er mjög heiðarlegur ráðherra og hefur staðið sig afburða vel sem dómmálaráðherra og sem fyrrverandi menntamálaráherra. Báðum þessum embættum hefur hann sinnt af ábyrgð og svarar bréfum strax þegar þau berast.

Það sem þú hefur afburða þekkingu á fjölskyldu Jóhannesar tengdur við Bónus fjölskyldu ættir þú að kynna þér aðferðafræði sem þessi fjölskylda stundaði þegar þeir auglýstu heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu og báðu þá sem ætluðu að kjósa Sjálfstæðisflokkinn að strika yfir Björn Bjarnason. Þetta er viðbjóðslega aðför sem hefur verið gerð gegn sitjandi ráðherra í seinni tíð.

Síðan kemur þú og reynir að verja fólk sem hefur reynt að sjúga peninga landsmanna út úr bönkunum þá á ég við Jón Ásgeir. Ég held að þú ættir að snúa þér að öðru enn að verja baugfélaga. Þér væri nær að fjalla heiðarlega um hlutina. Stað þess að ausa aur á saklaust fólk. Nú er aumt að titla sig sem blaðamann. Getur það verið að þú sér einn úr hópi manna sem er óþverralýður sem hefur stundað að reyna að sverta mannorð saklausra manna og rífa það niður. Ef þú heldur að þér takist það mun þér skjátlast herra blaðamaður.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson.  

Jóhann Páll Símonarson, 20.12.2008 kl. 20:27

2 Smámynd: Björn Blöndal

Sæll Jóhann Páll Símonarson og þakka þér fyrir athugasemdina.

Þú mátt hafa þínar skoðanir á mér og skrifum mínum.

En þær breyta ekki staðreyndum. Ég sé mig aðeins knúinn til að andæfa sífeldum árásum Björns Bjarnasonar á þá sem hann telur sér andsnúna.

Ég tíundaði aðeins staðreyndir sem ekki verða hraktar. Björn Bjarnason á Sjálfstæðisflokknum þingsæti sitt að þakka en ekki eigin verðleikum eða almennum vinsældum. Ef annað kosningafyrirkomulag væri hér þar kjósa mætti menn en ekki flokka þá hefði hann aldrei komist á þing.

Sjálfstæðismenn hafa nú hafnað honum í tvígang. Fyrst í síðustu Borgarstjórnarkosningunum og  prófkjöri fyrir síðustu alþingiskosningar.

Þér væri nær að spyrja dómsmálaráðherrann hvað honum gangi til með níð skrifum sínum um fólk sem hann telur andstæðinga sína.

Mér finnst líklegt að Björn Bjarnason verði látinn taka pokann sinn þegar breytingar verða gerðar á ráðherraliði ríkisstjórnarinnar á næstunni.

Hafðu það sem allra best Jóhann Páll um góða ósk um gleðileg jóla þér til handa....

Kveðja Björn Blöndal

Björn Blöndal, 20.12.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband