Sækjum um aðild að Evrópusambandinu

Mér finnst átakanlegt að sjá og heyra í þeim sem hafa ákveðið að vera á móti umsókn Íslands að Evrópusambandinu að óathuguðu máli. Ég ætla að kalla þá úrtölumenn.
Þeir úthrópa þá sem eru tilbúnir til að sækja um aðildarviðræður. Nýlega heyrði ég álitsgjafann Óla Björn Kárason segja í sjónvarðsviðtali að hann væri á mót aðild. Gott og vel hann má hafa þá skoðun. En á eftir tiltók hann tvo Sjálfstæðismenn þá Bjarna Benidiktsson og Illuga Gunnarsson sem vildu hefja viðræður um aðild. Á eftir fylgdi það hjá Óla Birni í viðtalinu að þeir hefðu engin markmið!!! Þvílíkt bull.
Ég er viss um, að komi til aðaldaviðræðna þá munu þeir sem þar yrðu fulltrúar Íslands gerðu allt til að ná sem hagkvæmustu samningum fyrir þjóðina. Það yrði örugglega markmiðið.
Fram hefur komið að kæmi til aðildar þá þyrfti að breyta stjórnarskránni. Það þýddi þjóðaratvæðugreiðslu. Þá kæmi til kasta þjóðarinnar að meta kosti og galla aðildar með því að samþykkja eða hafna.
Ég hef heyrt fleiri úrtölumenn gefa svipaðar yfirlýsingar. Þar má nefna gamla kommann Ragnar Arnalds sem nefnir að sjálfræði landsins séu í veði. Jón Val Jensson guðfræðing sem notar hvert tækifæri til að tala gegn viðræðum. Hann stendur á sömu fjöl og Ragnar.
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ fer mikinn í öllum viðtölum þar sem aðild ber á góma. Hann heldur því fram að fiskimiðin séu í uppnámi. Hann heldur því fram að við munum missa umráð okkar yfir þeim. Hvernig getur hann fullyrt slíkt. Friðrik hefur eitt að leiðarljósi. Það er að verja hag þeirra sem nú ráða yfir þjóðareigninni, fiskikvótanum. Er Friðrik að hugsa um hagsmuni þjóðar sinnar? Það efast ég um. Öll hans framganga sem fulltrúa útgerðamanna hefur einkennst af frekju og einstengis hætti.
Nú eru um 25 ár síðan þorri útgerðarmann fékk kvótann afhentan á silfurfati. Ekki hefur hinn almenni landsmaður nokkuð með kvótann að gera lengur. Í stjórnarskránni eru auðlindir okkar sagaðar vera þjóðareign. Það er því ótrúlegt nokkrir útgerðamenn skuli nú ráða yfir fiskimiðunum. Ekki nóg með það, þeir geta líka verðsett óveiddan fisk í sjónum.
"Valdimarsdómurinn". þar eru nú 10 ár síðan Valdimar Jóhannesson þá blaðamaður höfðaði mál gegn íslenska ríkinu til þess að fá staðfest,að kvótakerfið stríddi gegn stjórnarskránni.Hann vann málið. Ríkisstjórnin breytti þá lögunum og Davíð Oddsson þá verandi forsætisráðherra hótaði Hæstarétti sem samþykkti gjörninginn.
Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur nú komist að þeirri niðurstöðu,að kvótakerfið brjóti mannréttindi. Enn ein skrautfjöðrin í hatt stjórnvalda og jafnframt áfellisdómur yfir Hæstarétti sem átti að verja stjórnarskrárvarinn rétt þjóðarinnar.
Bændur eru líka komnir í hóp úrtölumannanna. Hvaða hagsmuna eru þeir að gæta? Eru það ekki eigin hagsmunir? Ekki hagsmunir þjóðarinnar svo mikið er víst.
Flestir sem til málsins þekkja telja að upptaka nýrrar myntar sé lífsspursmál fyrir okkur. Davíð Oddson hefur varið krónuna með kjafti og klóm og hann ber mikla ábyrgð á hvernig komið er fyrir okkur.
Íslendingar eru fyrir löngu búnir að fá nóg af óstöðugri krónu. Nýr gjaldmiðill myndi koma á stöðugleika sem við sækjumst eftir.
Eitt finnst mér vanta í upplýsingamiðlun frá ríkisstjórninni. Hvers vegna ekki að taka upp Banaríkjadal? Margir hagfræðingar telja það góðan kost. Ekki hef ég heyrt skoðanir núverandi ríkisstjórnar á kostum og göllum þessa máls.

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg

Um mikið hagsmunamál er að ræða, er ekki sjálfsagt að bera það undir þjóðina hvort sækja eigi um aðild? Það þarf að kynna bæði kosti og galla við að ganga í esb.  Eins þarf alvarlega að athuga með annan gjaldmiðil ef niðurstaðan verður neikvæð ... og jafnvel fyrr.

Sigurbjörg, 13.12.2008 kl. 22:43

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Björn, ég er á móti aðild að ESB vegna þess að:

ESB lækkar ekki sjálfkrafa matarverð um 15-25% eins og haldið er fram. Það gerist með niðurfellingu tolla og vörugjalda sem við getum framkvæmt einhliða án ESB aðildar. Spurning um vilja.

Landbúnaðarvörur lækkum við líka með niðurfellingu verndartolla og hafta. Landbúnaður þarf að þrífast án styrkja, annars á hann ekkert rétt á sér frekar en bakstur eða sósugerð svo dæmi sé tekið. 

Vexti getum við lækkað með því að taka upp annan gjaldmiðil, án aðildar að ESB.

Kvótann getum við fært í hendur þjóðarinnar aftur og ráðstafað hæstbjóðendum og strandbyggðum í heppilegum hlutföllum. Kvótaruglið og mannréttindabrotin í þeim efnum lögum við bara sjálf.

Ísland er fjarlægt meginlandi Evrópu. Lagasetningar og reglugerðir eru miðaðar við meira þéttbýli, hlýrra loftslag og opnari landamæri.

Það að við séum búin að taka upp 60-65% af reglum ESB segir ekki að við eigum að ganga alla leið í ESB. Lög og reglur í flestum hins siðmenntaða heims eru mjög lík, enda stöðug samræming í gangi þar sem bestu lög eru stöðugt nýtt í fleiri löndum.

Ég vil hafa möguleika á að eiga frjáls viðskipti við 170 lönd í heiminum frekar en að vera lokaður af með tæp 30.

Sjálfstæðisafsal þarf að fara fram þar sem krafist er breytingar á stjórnarskrá. Um þetta er ekki lengur deild. EES samningurinn er ekki sjálfstæðisafsal þrátt fyrir fullyrðingar sumra í þá veru.

Björn, mér geðjast ekki að fullyrðingunni um að við verðum að sækja um aðild "til að sjá hvað okkur býðst". Þetta er sell-out hugsun.

Reynsla okkar af ESB og bretum í hremmingum okkar segir mér ekki að þeim sé neitt sérlega annt um velferð okkar. "Borgið IceSave eða við sveltum ykkur í hel!" voru eiginlega skilaboðin þeirra ásamt hryðjuverkalögum.

ESB ætlar sér að verða ríkjasamband. Það beitir öllum brögðum í þá veru. Það er kaldhæðnisleg staðreynd að ráðamenn þar deila sömu draumum og Hitler um stórríki Evrópu. Stórveldi eru ekki trygging fyrir friði. Þau eru eiginlega frekar að skapa meiri hættu á heimsófriði.

 Ég er uppalinn í því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, vera í fulltrúaráði og vinna fyrir flokkinn allt þar til 2007 að flokksforystan plataði forsetann og kerfið til að koma Árna Johnsen inn á Alþingi aftur, ferskum úr afplánun fyrir þjófnað, skjalafals, umboðssvik. Það sannaði endanlega fyrir mér að ekki væru hlutirnir heiðarlegir í þessum flokki fyrir utan einkavinavæðingu, valdasýki og spillingu vegna allt of langrar valdasetu.

Þegar stjórnmálaflokkar eru orðnir svona gamlir og illa innréttaðir mega þeir deyja. Sem frjálslyndur jafnaðarmaður sem vill vera utan ESB er ekkert skjól fyrir mig í dag. Það þarf að stofna til nýrra stjórnmálasamtaka sem eru betur í takt við tímann. 

Fyrirgefðu mér langlokuna. Sumir biðja um málefnalega umræðu í stað kjaftagangs. Ég tel þetta fullgild rök fyrir anstöðu við aðild og frekari viðræður við ESB munu ekki segja okkur neitt frekar. Þó að ESB lofi einhverju við hugsanlega aðild okkar núna geta þeir alls ekki lofað að breyta aldrei stefnu sinni eftir það og þá erum við í assgotans klípu ekki satt?

Haukur Nikulásson, 13.12.2008 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband