Færsluflokkur: Evrópumál
16.12.2008 | 00:04
Er ESB umræðan stunduð á dulmáli?
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er einn af úrtölumönnunum sem vilja ekki að við hefjum aðildarviðræður um inngöngu í ESB. Hann leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu til að fá úr því skorið. Þessi tillaga er bersýnilega gerð til að láta kjósa án þess að upplýsa fólk um kosti og galla aðildar. Þá yrði auðveldara að rugla fólk í ríminu með áróðri. Hann vill ekki að við íslenska þjóðin fái að vita hið sanna áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu kæmi.
Björn Bjarnason ritaði nýlega um afstöðu sína til ESB í pistli á heimasíðu sinni þar sem hann opinberaði enn einu sinni dómgreindarskort sinn. Nóg er nú samt.
Björn Bjarnason er löngu rúinn öllu trausti hins almenna borgara sem hefur mátt horfa uppá hverja pólitísku ráðninguna af annarri í ráðherratíð hans. Honum var hafnað í síðustu borgarstjórakosningum og fyrir síðustu alþingiskosningar var honum aftur hafnað. Þá í prófkjöri eigin flokks í öðru af tveimur kjördæmum Reykjavíkur.
Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins var með fund í Valhöll á dögunum og í pistli sínum um fundinn kemur fram hjá Birni að hann veit hver sannfæring þorra fundarmanna var!!!! Þeir væru á móti ESB aðild.
Björn segir í grein sinni að ef almenningur vilji vita um hvað innganga í ESB snúist,
þá geti hann bara lesið sér til með því að lesa innlend og erlend gögn um málið.
Síðna lýsir hann hvernig aðildarviðræðurnar fari fram og vísar m.a. til aðferða Sovétmanna úr kalda stríðinu. Þar notar hann orðið sagt var að Sovétmenn segðu Við skulum semja við ykkur um það, sem ykkur tilheyrir, en þið hróflið ekki við hagsmunum okkar, þeir eru ákveðnir.
Björn gefur sér að lítið eða ekkert tillit yrði tekið til sérstöðu Íslands. Þetta er enn ein hæpna fullyrðingin hjá Birni Bjarnasyni. Þetta kallast áróður.
Er svona hættulegt að óska eftir aðildarviðræðum til að sjá kosti og galla aðildar yrði hún samþykkt? Ef ákveðið yrði að sækja um þá þyrfti að breyta stjórnarskránni. Þá fengi almenningur að ákveða framhaldið í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Satt að segja þá treysti ég almenningi miklu frekar til að velja skynsamlegustu leiðina frekar en Birni Bjarnasyni.
Björn Bjarnason segir að Evrópuumræðan sé stunduð á dulmáli og að menn verði að kunna að lesa það til að átta sig á því, sem sagt er og hver segir hvað.
Ekki hefur hann mikið álit á samlöndum sínum. Það er sagt að þegar menn séu komnir á þetta stig þá þurfi þeir að fara í sjálfskoðun!
Að lokum hnýtir Björn Bjarnason í Eddu Rós Karlsdóttir greiningarstjóra. Hann ritar að hún vilji skipta um gjaldmiðil og hún taki þeim illa sem boða einfalda og markvissa leið. Hún vilji frekar flókna og langvinna aðildarleið.
Hver er hin markvissa og einfalda leið sem Björn Bjarnason er að boða. Er hún að halda áfram með krónuna? Ég hef ekki heyrt um þessa einföldu markvissu leið sem Björn Bjarnason er að boða nema þetta sé dulmál sem ég kann ekki að lesa frekar en aðrir landsmenn!
Björn Bjarnason ritaði nýlega um afstöðu sína til ESB í pistli á heimasíðu sinni þar sem hann opinberaði enn einu sinni dómgreindarskort sinn. Nóg er nú samt.
Björn Bjarnason er löngu rúinn öllu trausti hins almenna borgara sem hefur mátt horfa uppá hverja pólitísku ráðninguna af annarri í ráðherratíð hans. Honum var hafnað í síðustu borgarstjórakosningum og fyrir síðustu alþingiskosningar var honum aftur hafnað. Þá í prófkjöri eigin flokks í öðru af tveimur kjördæmum Reykjavíkur.
Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins var með fund í Valhöll á dögunum og í pistli sínum um fundinn kemur fram hjá Birni að hann veit hver sannfæring þorra fundarmanna var!!!! Þeir væru á móti ESB aðild.
Björn segir í grein sinni að ef almenningur vilji vita um hvað innganga í ESB snúist,
þá geti hann bara lesið sér til með því að lesa innlend og erlend gögn um málið.
Síðna lýsir hann hvernig aðildarviðræðurnar fari fram og vísar m.a. til aðferða Sovétmanna úr kalda stríðinu. Þar notar hann orðið sagt var að Sovétmenn segðu Við skulum semja við ykkur um það, sem ykkur tilheyrir, en þið hróflið ekki við hagsmunum okkar, þeir eru ákveðnir.
Björn gefur sér að lítið eða ekkert tillit yrði tekið til sérstöðu Íslands. Þetta er enn ein hæpna fullyrðingin hjá Birni Bjarnasyni. Þetta kallast áróður.
Er svona hættulegt að óska eftir aðildarviðræðum til að sjá kosti og galla aðildar yrði hún samþykkt? Ef ákveðið yrði að sækja um þá þyrfti að breyta stjórnarskránni. Þá fengi almenningur að ákveða framhaldið í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Satt að segja þá treysti ég almenningi miklu frekar til að velja skynsamlegustu leiðina frekar en Birni Bjarnasyni.
Björn Bjarnason segir að Evrópuumræðan sé stunduð á dulmáli og að menn verði að kunna að lesa það til að átta sig á því, sem sagt er og hver segir hvað.
Ekki hefur hann mikið álit á samlöndum sínum. Það er sagt að þegar menn séu komnir á þetta stig þá þurfi þeir að fara í sjálfskoðun!
Að lokum hnýtir Björn Bjarnason í Eddu Rós Karlsdóttir greiningarstjóra. Hann ritar að hún vilji skipta um gjaldmiðil og hún taki þeim illa sem boða einfalda og markvissa leið. Hún vilji frekar flókna og langvinna aðildarleið.
Hver er hin markvissa og einfalda leið sem Björn Bjarnason er að boða. Er hún að halda áfram með krónuna? Ég hef ekki heyrt um þessa einföldu markvissu leið sem Björn Bjarnason er að boða nema þetta sé dulmál sem ég kann ekki að lesa frekar en aðrir landsmenn!