Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sjálfstæðismenn reyna nú að þagga niður “stóra mútumálið”

Sjálfstæðismenn gera nú allt hvað þeir geta til að þagga niður “stóra mútumálið”. Skýringar þeirra eru barnalegar og ótrúlegt að menn sem ætla að gefa sig í að stjórna landinu skuli bera þær á borð. Halda þeir að 30 milljónirnar frá FL Group hafi verið “ölmusa” eða 25 milljónirnar frá Landsbankanum? Þeir sem eru í viðskiptum gefa ekkert fyrir ekki neitt. Þannig gerast ekki kaupin á eyrinni.

Ljóst er að flokkurinn hefur verð gegnum sýrður af spillingu. Frá æðstu mönnum og niðurúr líkt og hjá rússnesku mafíunni sem talin er sú hættulegast í heiminum í dag. Í gegnum hana hafa menn getað keypt “kafbáta” og þeir spurðir hvort þeir vilji hafa hann vopnaðan eða ekki. Litlu munaði að kólumbískir eiturlyfjasmyglarar kæmust yfir einn slíkan sem átti að nota til að smygla eiturlyfjum til Bandaríkjanna. En það tókst að stöðva á síðustu stundu.

Geir H Haarde fyrrverandi formaður flokksins reynir nú að taka á sig skömmina og “tveir menn úti í bæ” segjast hafa haft frumkvæðið að söfnuninni. Þetta eru barnalegar skýringar. Ennþá barnalegra er að segja fólki að nú sé málið upplýst og flokkurinn vilji nú hella sér út í kosningabaráttuna.

Oft er það fyrsta sem menn gera þegar upp um þá kemst, að reyna að þagga málið niður. Ekki ég, ekki ég. Það gerðu Sjálfstæðismenn í fyrstu. En upphæðirnar eru slíkar að fólk krafðist skýringa. Geir H Haarde reyndi að taka á sig skömmina þar sem hann er hvort sem er hættur í stjórnmálum, en skýringar hans eru hlægilegar.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið hagsmunaflokkur fyrir peningamenn. Hann hefur einskis svifist við að koma sínum mönnum fyrir í kerfinu. Veitt vinum miljónir af almannafé í bitlinga fyrir t.d. “aðkeypta ráðgjöf.“ Þeir eru með puttana í lóðarveitingum til stórfyrirtækja – og þeir hafa verið iðnir við að mata krókinn á margvíslegan hátt í þau 18 ár sem þeir hafa stjórnað landinu.


Menn uppskera eins og þeir sá

Sagt er að menn uppskeri eins og þeir sá. Einnig að þegar menn þvinga fram vilja sínum, þá fari hlutirnir að vinna gegn þeim. Þetta eru Sjálfstæðismenn að upplifa þessa dagana. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram til þessa verið hagsmunaflokkur sem bæði leynt og ljóst hefur varið hagsmuni sinna manna - og það með kjafti og klóm ef á þarf að halda.

Það var afleikur hjá Geir H. Haarde fyrrverandi formanni flokksins að gangast við að hafa tekið við 55 milljóna greiðslunni frá FL-Group og Landsbankanum. Hver trúir því að hann einn hafi komið að þessu máli? Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forystumenn flokksins ljúga að almenningi. Það gerði núverandi formaður Bjarni Benediktsson þegar hann sem formaður allsherjarnefndar samþykkti ríkisborgararétt fyrir tengdadóttur Jónínu Bjartmarz fyrrverandi alþingismann og ráðherra Framsóknarflokksins. Tengdadóttirin hafði aðeins beðið í nokkra mánuði í röðinni á meðan gengið var framhjá fólki sem hafði beðið í áraraðir. Slík veiting var áður óþekkt. Bjarni sagði að þessi veiting hefði verið fullkomlega eðlileg!

Málþóf Sjálfstæðismanna vegna stjórnarskipunarlaganna á Alþingi þessa dagana er heldur ekki til þess fallið að bæta stöðu flokksins. Þar berjast þeir með kjafti og klóm við hagsmunagæslu og að verja völd. Þetta hefur mælst illa fyrir hjá þorra þjóðarinnar. Frumvarpinu er m.a. ætlað að færa meir völd til almenning og að tryggja að í stjórnarskrá standi svart á hvítu að auðlindir landsins verði eign íslensku þjóðarinnar. Þessu geta Sjálfstæðismenn ekki unað. Með málþófinu eru Sjálfstæðismenn búnir að mála sig út í horn. Það væri niðurlægjandi að gefast upp - og að halda áfram fram að kosningum yrði ekki betra.


Leikhús “fáránleikans”

Leikhús “fáránleikans” eins og einn þingmaður kallaði málþóf Sjálfstæðisflokksins sem fram fer í Alþingi þessa dagana hélt áfram í dag. Enn einn daginn notuðu Sjálfstæðisflokksins hvert tækifæri sem gafst til að tefja störf þingsins. Þeir hafa nú notað 7 tíma til að ræða störf þingsins eða um fundarstjórn forset þingsins. Þeir hafa haldið meira en 300 ræður til að tefja fyrir stjórnarskipunarlögin komist í þriðju umræðu.

Það er ömurlegt að sjá ásýnd flokksins í þinginu þessa dagana. Þingmenn þeirra vita varla sitt rjúkandi ráð í hagsmunagæslunni sem þeir stunda til að koma í veg fyrir að stjórnarskipunarlögin verði að lögum. Þeir ætla að koma í veg fyrir að fiskurinn í sjónum komist í þjóðareign aftur. Þeir eru hræddir við að missa völd. Þeir eru hræddir við dóm kjósenda sem fengju meira vald í alþingiskosningum.

Þeir þykjast vera óhræddir við dóm kjósenda um málið en þora samt ekki fyrir sitt litla líf að svo verði. Þeir þorðu ekki að láta kjósendur skera úr um fjölmiðlafrumvarpið. Af hverju skyldi það hafa verið? Líkt og þá þora þeir ekki að láta kjósendur segja sitt álit á stjórnarskipunarlögunum.


Skrípaleikurinn heldur áfram í þinginu

Skrípaleikurinn á Alþingi heldur áfram vegna stjórnarskipunarlaganna. Sjálfstæðismenn hafa haldið upp málþófi að undanförnum dögum og nú eru meira en 20 á mælendaskrá.

Áður en umræður um málið gátu hafist notfærðu Sjálfstæðismenn sér allar glufur í þingsköpum til að halda uppi málþófi um að fá dagskrá þingsins breytt.
Sú aðstaða sem Sjálfstæðismenn eru nú í, að vera allt í einu í minnihluta eftir 18 ára samfelda stjórn er nokkuð sem þeir virðast ekki geta sætt sig við.

Með málþófinu ætla þeir að koma í veg fyrir að hægt verði að breyta stjórnarskránni á þá vegu, að ekki fari á milli mála að auðlindirnar verði þjóðareign.
Hvaða hagsmuna eru Sjálfstæðismenn að verja. Eru það ekki hagsmunir fárra sem nú hafa yfirráðarétt yfir fiskinum í sjónum? Sjálfstæðismenn komu á lögunum sem gerði þessum mönnum kleift að eiga og veðsetja óveiddan fisk. Hversu langt eru þeir tilbúnir að ganga til að sjá fyrir sínum?

Sjálfstæðismenn hafa á valdaferli sínum verið óhræddir við að koma sínum mönnum í mikilvægustu stöðurnar í þjóðfélaginu og skiptir þá engu hvernig farið er að. Þar má nefna skipan dómara þar sem Sjálfstæðismenn brjóta bæði lög og reglur. Jafnvel stjórnsýslulög líkt og Björn Bjarnason einn helsti skósveinn Davíðs Oddsonar við skipan dómara í Hæstarétt. Það kom sér líka vel þegar dæma þurfti í kvótamálinu á sínum tíma. Þá hótaði Davíð opinberlega og Hæstiréttur ákvað að þrátt fyrir að í stjórnarskránni stæði að auðlindir landsins væru þjóðareign mætti afhenda hann fáum útvöldum.

Núna er mikið í húfi fyrir land og þjóð að verja auðlindirnar svo þær verði ekki lengur afhentar “vinum” eins og gerðist með fiskinn í sjónum - og hafði næstum tekist með rafmagnið. Það var þó stoppað í fæðingu.

Með framkomu sinni á Alþingi þessa dagana eru Sjálfstæðismenn bæði að lítilsvirða þing og þjóð og það mun verða þeim til ævarandi skammar.


Sjálfstæðismenn enn með málþóf

Sjálfstæðismenn halda áfram málþófi og skrípaleik sínum á Alþingi í umræðum um stjórnarskipunarlög sem þar standa nú yfir. Þeir endurtaka sömu ræðuna hvað eftir annað og nota hvert tækifæri til að gera athugsemdir um störf þingsins.

Framkoma þeirra er með hreinum ólíkindum og ótrúlegt að þetta fólk ætli að gefa kost á sér til að stjórna landinu. Sjálfstæðismenn hafa með framkomu sinni gengið fram af flestum nem þá helst sínum eigin mönnum. Glöggt dæmi um það var “geðveikisleg” ræða Davíðs Oddsonar á nýafstöðnum landsfundi sem þorri fundarmanna klappaði fyrir.

Í þessum hamagangi hafa sumir þeirra kastað af sé “hamnum” og sína sinn innri mann. Gleggsta dæmið er Sturla Böðvarsson sem virtist vera dagfarsprúður maður. Núna er hann pirraður, reiður, svekktur og hrokafullur.

Það er einnig greinilegt að Sjálfstæðismönnum gengur illa að sætta sig við að ráða ekki lengur. Þeir hamast á Framsóknarmönnum fyrir að styðja ríkisstjórnina.

Í máli sínu vísa þeir og um neikvæðar umsagnir umsagnaraðilja um frumvarpið. Ef grannt er skoðað eru það þeirra menn sem það gera. LÍÚ er einn þeirra. Þar ráða peningarnir ferðinni. Þeir sem nú telja sig eiga fiskinn í sjónum og eru hræddir við að missa hann með breytti orðavali í stjórnarskránni.

Gleymum því ekki að á þeim 18 árum sem Sjálfstæðismenn hafa ráðið stjórn landsins í stórum dráttum hafa þeir komið sínum mönnum fyrir í öllum helstu embættum landsins. Þeir styðja flokkinn bæði leynt og ljóst. Sjálfstæðismenn eru hræddir, hræddir við að missa völd sem þeir geta ekki hugsað sér þrátt fyrir það sem á undan er gengið.

Núna hafa Sjálfstæðismenn með framkomu sinni á Alþingi komið sér í þá aðstöðu sem erfitt er að bakka út úr. Ef þeir “lúffa” yrði gert grín af þeim. Ef þeir halda málþófinu áfram og koma í veg fyrir að meirihlutinn komi stjórnarskipunarlögunum í gegn um þingið, myndi þeir skapa sér mikla reiði þorra kjósenda sem styðja frumvarpið.

Óbilgirni og hroki Sjálfstæðismanna eru nú að koma þeim í koll.


Sjálfstæðismenn með málþóf

Enn eina ferðina gera Sjálfstæðismenn sig að algjörum “fíflum” á alþingi. Þessa stundina fer fram umræða um stjórnskipunarlög sem eru mikil þyrnir í augum Sjálfstæðismanna. Þeir flykkjast í ræðustól til að halda uppi málþófa af allra lélegustu gerð og “halda augljóslega” að hinn venjulegi Íslendingur trúi þeim rökum sem þeir leggja á borð. Þau eru barnaleg. Sjálfstæðismenn vilja stjórna dagskrá þingsins til að hefta framgang frumvarpsins.

En af hverju eru Sjálfstæðismenn svona andvígir að stjórnskipunarlögin nái fram að ganga? Svarið er augljóst. Þeir eru hræddir um missa völd. Sjálfstæðismenn hafa nú stjórnað í 18 ára og standa nú með allt niðrum sig. Á þessum 18 árum komu þeir sér vel fyrir í mikilvægum stöðum. Þeir hafa ráðið Hæstarétti sem hefur verið þeim afar hliðhollur svo ekki sé meira sagt. Þar bar hæst kvótamálið. Hæstiréttur þóttist ekki skilja orðið “sameign” og úrskurðaði að fiskinn í sjónum mætti afhenda fáum útvöldum!!! Peningamenn úr röðum Sjálfstæðismanna fengu stór fyrirtæki á silfurfati og svo mæti lengi telja.

Með stjórnsýslulögunum er ætlunin að færa meira vald til kjósenda. Það þola Sjálfstæðismenn ekki. Það er hjákátlegt hvernig þeir haga sér. Það er hroki af hæstu gráðu. Hvernig er hægt að taka þessa menn sem þar ganga fremst alvarlega. Þar skal nefna “lygarann” Bjarna Benediktsson, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, Birgir “yfirlætisfulla” Ámannson, Sigurð Kára Kristjánsson, Sturlu Böðvarsson, Björn Bjarnason, Arnbjörgu Sveinsdóttur, Ragnheiði E. Árnadóttur, Pétur H. Blöndal, Dögg Pálsdóttir, Árni M. Mathiesen, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Guðfinna Bjarnadóttir, Björk Guðjónsdóttir og Herdís Þórðardóttir. Þessir þingmenn eru ekki traustsins verðir.


Peningar gera menn að öpum

Sagt er að peningar geri menn að “öpum”!!!! Sú er líka oftast raunin. Þar skal fyrst nefna “kvótann”!, fiskinn í sjónum. Í stjórnarskránni segir að auðlindir landsins séu sameign þjóðarinnar. Orðið sameign hafa þeir sem valdið hafa túlkað að eigin geðþótta. Þar bar hæst dómur Hæstaréttar um að kvótinn væri “ekki sameign þjóðarinnar” og þar með var fiskurinn við Ísland orðin eign fárra manna. Þeir meira að segja geta veðsett óveiddan fisk!

Réttlátir stjórnmálamenn vilja nú breyta orðinu “sameign þjóðarinnar” í stjórnarskránni þannig að ekki sé efi um hvað orðið þýðir. Þetta þarf sérstaklega að ger fyrir Hæstaréttardómara sem viðrast ekki skilja eða vilja ekki skilja hvað orðið þýðir.

Hverjir skyldu svo hafa skipað Hæstaréttardómarana? Það voru Sjálfstæðismenn sem þar komu “sínum” mönnum fyrir. Mér er enn minnisstætt þegar Davíð Oddsson sagði að ef “Valdimarsdómurinn” yrði staðfestur í Hæstarétti gætum við öll flutt til Majorka! Enda varð raunin sú að Hæstiréttur dæmdi kvótakerfinu í vil og fiskurinn komst í eigu fárra manna. LÍÚ gætir hagsmuna útgerðamanna sem það ver með kjafti og klóm.

Nú hefur Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja lagst gegn því að tekin verði inn ný ákvæði um auðlindir og umhverfismál í frumvarp til stjórnskipunarlaga sem nú liggur fyrir þinginu. Eitt af tilgangi félagsins er að gæta hagsmuna félaga og koma fram fyrir hönd þeirra í málum.

Maður spyr sig hvaða hagsmuni Samorka sé að verja!? Orkan og vatnið eru auðlindir sem nokkrum mönnum hafði næstum tekist ná yfirráðum yfir eins og flestir ættu að muna. Þar voru peningar sem réðu ferðinni. Þar voru peningar sem réðu ferðinni. Samorka hefur þegar með ályktunum sínum sýnt að félagið er ekki traustvekjandi.

Samorka gagnrýndi Skipulagsstofnun á sínum tíma vegna Bitruvirkjunar. Sagði að hennar hlutverk væri að staðfesta að umhverfismat hafi verið unnið með lögbundnum hætti. Varðandi Bitruvirkjun hafi stofnunin staðfest að matið hafi verið unnið með lögbundnum hætti en jafnframt komist að þeirri niðurstöðu að bygging Bitruvirkjunar væri „ekki ásættanleg vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu.“ Með þessari niðurstöðu væri stofnunin komin langt út fyrir lögbundið hlutverk sitt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Svo bar við að sama dag gaf Skipulagsstofnun út jákvætt álit vegna Hverahlíðarvirkjunar. Ekki hefur stofnunin enn verið gagnrýnd fyrir það af Samorku! Þeir sem þar ráða ferð eru því ekki samkvæmir sjálfum sér. Í hvers skjóli skyldu þeir starfa?


Óskammfeilni forystumanna Sjálfstæðisflokksins

Óskammfeilni fyrrum forystumanna í Sjálfstæðisflokknum á nýafstöðnum landsfundi er með ólíkindum. Þar bar hæst málflutningur fyrrum formanna Geir H. Haarde og Davíðs Oddsonar.

Í ræðu sinni bað Geir Sjálfstæðismenn afsökunar á mistökum sínum við efnahagsstjórn landsins síðustu ára og hvernig komið færi. Ekki eitt orð til annarra landsmanna sem nú mega axla ábyrgð af gjörðum Geirs og stjórn hans síðustu ár!

Geir lítur greinilega öðrum augum á aðra landsmenn sem ekki eru í flokknum.

Ræða Davíðs Oddssnar verður kapítuli út af fyrir sig. Það fyrsta sem mér datt í hug hvort maðurinn væri með réttu ráði. Að líkja sér við Jesús Krist á krossinum gefur vísbendingu. Ræningjarnir sem voru krossfestir með Jesús áttu að vera hinir bankastjórarnir tveir sem ásamt Davíð var gert að víkja úr Seðlabankanum. Þá var fyrir löngu ljóst að peningastefna þeirra Seðlabankamann voru rústir einar.

Davíð var bitur og allt var öðrum að kenna og hann var píslavotturinn. Ekki örlaði á sjálfsgagnrýni um að neitt hefði farið úrskeiðis þau 13 ár sem hann var forsætisráðherra eða þau 18 ár sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði verið við völd. Davíð sá þó ástæðu til að gagnrýna skýrslu Endurreisnarnefnd flokksins sem hann sagði að væri ekki pappírsins virði.

Davíð sagði það skjóta skökku við að Vilhjálmi Egilssyni sem þeir Jón Ásgeir, Hreiðar Már og Hannes Smárason hefðu ráðið sem framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins væri falið að semja siðareglur fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Geir H. Haarde sá ástæðu til að kveða sér hljóðs og sagði orð Davíðs bæði ómakleg og óverðskulduð. Geir óskaði síðan eftir að ályktun Endurreisnarnefndarinnar yrði borin upp á ný til að árétta stuðning við hanna sem var gert með dynjandi lófataki. Ályktunin Endurreisnarnefndarinnar sem Davíð Oddson sagði að væri ómarkviss, illa unninn og ekki pappírsins virði var því samþykkt í tvígang.

Það hlýtur að hafa verið stór biti að kyngja fyrir Davíð.


Björn Bjarnason samur við sig

Björn Bjarnason er samur við sig við að skrifa ill um þá sem honum eru ekki að skapi. Hann er eini alþingismaðurinn sem hagar sér með þessum hætti. Sem betur fer mun hann hverfa fljótlega af braut sem þingmaður. Það ætti þá að gefa honum betri tíma að einbeita sér að ómerkilegum níðskrifum um samborgara sína og fæða “púkann” vin sinn á fjósaloftinu.

Í gær tók hann upp að nýju Kastljósviðtalið við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við Helga Seljan um nýgengin dóm Héraðsdóms vegna uppsagnar gráðurgs Framsóknarmanns. Fyrsta hafði Björn skammað Kastljós fyrir að taka ekki málið fyrir og síðan skammaði hann Helga fyrir viðtalið! Það var Birni ekki að skapi. Ég hef sagt að menn sem búa í glerhúsi ættu ekki að kasta grjóti. Tvískinnungsháttur Björns Bjarnasonar er með einsdæmum. Hann er greinilega með “gullfiska” minni. Þess vegna er rétt að minn á úrskurð umboðsmanns alþingis eftir að Björn hafði skipað frænda Davíðs sem Hæstaréttadómara. Hann úrskurðaði að Björn Bjarnason hefði brotið stjórnsýslulög ásamt fleiri reglum. Ekki minnist ég þess að Björn hafi tekið það nærri sér og ekki viðurkennt að hann hafi gert neitt rangt. Hann telur sig vera með yfirburða þekkingu og vitnar stöðugt í sjálfan sig. Hann er og hefur verið í mikilli afneitun.

Á þriðjudag fékk Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sjónvarpsfréttari mbl.is á baukinn fyrir frétt frá alþingi. Björn segir fréttina hafa verið skringilega úr garði gerða. Hún var ekki eins og “hann vildi hafa hana”! Hann áttaði sig bara alls ekki á fréttamatinu. Það getur varla verið gott hlutskipti að lifa í þeim heimi sem Björn Bjarnson lifir í.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrverandi menntamálaráðherra fór mikinn í árás á forseta íslands í utanríkismálanefnd í gær. Hatur Sjálfstæðismanna á forseta vorum er þeim ekki til sóma. Þar kom fram að orð forsetans í viðtali við þýskan blaðamann voru rangtúlkuð. Ekki hafa Sjálfstæðismenn enn gert sig líklega að óska eftir hvað hafi verð gert í utanríkisráðuneytinu til að lægja öldurnar sem upp komu víða í Evrópu eftir frægt viðtal Davíðs Oddsonar við sjálfan sig í Kastljósi á dögunum. Þar sagði hann að Íslendingar myndu ekki greiða skuldir “óreiðumanna. Þetta er ógeðfeldur tvískinnungur á hæsta stigi.

Nú virðist vera að koma líf í andstæðinga ESB á alþingi og utan þess. Þetta er allt úrtölu fólk með mikla skammsýni. Við hvað eru menn hræddir? Fyrsta skrefið er aðildarviðræður. Að þeim loknum koma í ljós kosti og galla aðildar. Þá er rétti tíminn að rífast. En þjóðin tæki síðan lýðræðislega ákvörðun í þjóðarkosningum um hvert næsta skrefið yrði. Við hvað eru andstæðingar ESB aðildar hræddir. Hræddir um að þjóðin myndi samþykkja aðild? Er það ekki lýðræði að meirihluti eigi að ráða ferð. Ekki minnihluti!

Að lokum vil ég hæla frænda mínum Pétri Blöndal fyrir að vera eini Sjálfstæðismaðurinn sem hefur talað af viti í alþingi undanfarna daga. Hann er ekki hræddur við að láta sínar hugsjónir ráða ferð. Ekki verður það sama sagt um “lygarann” Bjarna Benediktsson og hin yfirlætisfulla Birgir Ármannsson þeir tala “steypu” en ekki af skynsemi. Þeir hafa ekki enn áttað sig á að þeir eru að opinbera slakt siðferði sitt og tómarúm fyrir þjóðinni.


Talað út í hörgul

Dæmalaust var að hlusta á Sjálfstæðismanninn Birgir Ármannson í alþingi i dag. Fullur yfirlætis talaði hann út í hörgul um frumvarpið um stjórnskipunarlög sem þar voru lögð fram. Þvílíkt bull og þvílík þvæla sem kom upp úr hinum yfirlætisfulla Birgi.

Ekki var um annað að ræða en málþóf og engu líkara en vesalings maðurinn héldi að hann væri að vinna sér inn prik hjá kjósendum. Þegar menn haga sér á þennan hátt þá eru þeir að opinbera sig og viss er ég um að margir hafi misst listina á stuðningi við hann. Birgir var á móti, hann var samt með, það þurfti meir tími og þyrfti að ræða málið betur. Að lokum sagði hanna að menn ættu ekki að eyða tíma í málþóf heldur að einbeita sér hinum mörgu og brýnu málum sem biðu afgreiðslu. Skoplegt.

Rúsínan í pylsuendanum var málflutningur Kristins H Gunnarssonar úr frjálslindafloknum. Hann var algjörlega andvígur frumvarpinu og fór mikinn. Ætli að það sé komin skjálfti í Kristinn ef breyta á atkvæðum á þann hátt að öll atkvæði vega jafnt. Eins og núverandi kosningalög eru, þá vega atkvæði í dreifbýli miklu meira en atkvæði t.d. í Reykjavík. Það er sanngjarnt að öll atkvæði vegi jafnt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband